Bestu matreiðslubækur allra tíma

mbl.is/thecaliforniatable

Það er auðvitað misjafnt hvað fólki finnst gaman að lesa, glæpasögur, eldheitar ástarsögur, nú eða matreiðslubækur. Flestir sem hafa gaman af að stússa í eldhúsi finnst ekki leiðinlegt að glugga í góða uppskriftabók. Alvöru áhugafólk um mat á það til að henda sér upp í sófa á sunnudagssíðdegi með eina hnausþykka matreiðslubók til að blaða í. Við tökum hér saman fimm bestu matreiðslubækurnar, en samkvæmt sölulista Amazon eru þetta mest seldu og vinsælustu matreiðslubækur allra tíma.

mbl.is/amazon

How to Cook Everything: 2,000 Simple Recipes for Great Food eftir Mark Bittman. Þessi geysivinsæla matreiðslubók hefur unnið til fjölda verðlauna og hjálpað mörgum klaufunum að fóta sig í eldhúsinu. Hérna eru auðveldar leiðbeiningar og góð ráð sem nota má til að elda góðan mat með einföldum aðferðum.

mbl.is/amazon

The Smitten Kitchen Cookbook: Recipes and Wisdom from an Obsessive Home Cook eftir Deb Perelman. Þessi ágæta matreiðslubók hefur komist á lista New York Times yfir mest seldu matreiðslubækur allra tíma, og unnið til IACP Julia Child verðlauna. Það er matarbloggarinn Deb Perelman sem er höfundurinn að þessari bók en hún er þekkt fyrir skemmtilegar tilraunir í eldhúsinu og er með vinsælu vefsíðuna smittenkitchen.com

mbl.is/amazon

Essentials of Classic Italian Cooking eftir Marcella Hazan. Marcella Hazan er þekkt fyrir að kynna kynna ítalskan mat fyrir bandaríkjamönnum á svipaðan hátt og Julia Child er þekkt fyrir að kynna franska matargerð fyrir löndum sínum. Þessi bók ku vera biblía ítalskrar matargerðar og er víst algjörlega ómissandi fyrir þá sem ætla að láta til sín taka þar.

mbl.is/thecaliforniatable

Food52 Genius Recipes: 100 Recipes that will Change the Way You Cook eftir Kristen Miglore. Hér má líta á samansafn stórkostlegra uppskrifta eftir þekkta snillinga sem notið hafa mikilla vinsælda í gegnum tíðina. Í þessari bók má finna uppskriftir eins og klassísku súkkulaðikökuna hennar Nigellu Lawson, tómatsósu með lauk og smjöri eftir Marcella Hazan og brauðið sem þarf ekki að hnoða frá Jim Lahey. 

mbl.is/amazon

The Food Lab: Better Home Cooking Through Science by J. Kenji López-Alt. Þessi ágæta bók hefur sópað að sér verðlaunum, unnið James Beard verðlaunin í matarflokknum og verið kosin matreiðslubók ársins af IACP. Í þessari bók er fjallað um tækni og aðferðir og rýnt í vísindin sem liggja að baki hinni fullkomnu skorpu, hvernig á að ná réttu kremkenndu áferðinni á kartöflusalatið og svo framvegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert