Eldhús stjörnukokkana

mbl.is/BéatriceDeGéathe

Það er alltaf gaman að fá að gægjast heim til fólks og sjá hvernig það hefur hreiðrað um sig. Þá er sérstaklega gaman fyrir matunnendur að kíkja heim til matreiðslufólks og fá að litast um í eldhúsinu hjá þeim. Hér sjáum við hvernig stjörnukokkar víðsvegar um heiminn hafa útbúið sín eldhús.

mbl.is/WallStreetJournal
mbl.is/WallStreetJournal

Kokkurinn John Besh er geysivinsæll og á hvorki meira en minna en níu veitingastaði. Hann tók eldhúsið sitt í gegn árið 2011 og skipti hann þá mestu máli að þar væru góðir gluggar sem hleyptu inn fallegri dagsbirtu, og nóg pláss til að halda fjölmenn matarboð fyrir fjölskyldu og vini. Stíllinn er fallega sveitlegur með viðargólfum úr kýpurviði og Viking eldavél sem var gerð sérstaklega fyrir John Besh í kóbaltbláum. Einnig er svokallaðan brytabúrskáp að finna í eldhúsinu hans, en svoleiðis er oft að finna í veglegum eldhúsum. Brytabúrskápur er oft staðsettur á milli eldhússins og borðstofu og er notaður til að geyma lín, kerti, vín og annað fínerí.

mbl.is/interiorsaddict

Ástralski kokkurinn Pete Evans lét útbúa stóra eyju í eldhúsið sitt, en hún er hvorki meira en minna en 5,7 metrar að lengd. Hann notar eyjuna bæði til að vinna á við matargerð, en hún er einnig notuð sem borðstofuborð. Honum finnst skemmtilegt að fólkið borði inni í eldhúsi og vill helst geta baukað í matargerð fyrir framan gestina.

mbl.is/Esquire
mbl.is/Esquire

Eldhúsið hans Sam Talbot í New York sannar í eitt sinn fyrir öll að þú þarft ekki að hafa risastórt eldhús til að búa til góða máltíð. En eldhúsið hans er agnarsmátt og hann vill meina að góðir kokkar þurfi heldur ekki að eiga flottar og flóknar græjur til að töfra fram eitthvað gott í gogginn. Það eina sem þarf er gæða pottur, góð panna og beittur hnífur.

mbl.is/NewYorkTimes

Stjörnukokkurinn bandaríski Ina Garten ákvað að útbúa algjörlega nýtt eldhús heima hjá sér, reif allt niður og byrjaði frá grunni, því hún vildi hafa nægilega stórt rými til að prófa nýjar uppskriftir heima ásamt aðstoðarkokkum sínum. Hún þurfti hinsvegar að kaupa húsið við hliðina á sínu húsi til að hafa nægt pláss í framkvæmdirnar, sem tóku yfir ár. Árangurinn lét ekki á sér standa, eftir sat hún með draumaeldhúsið, stórt og rúmgott þar sem uppskriftarbækur, borðbúnaður og eldhúsáhöld fá að njóta sín í opnum hillum. Í eldhúsinu eru hvorki meira en minna en tveir SubZero ísskápar, Viking eldavél með átta brennurum, tveir bakarofnar, og allar borðplötur eru úr belgískum náttúrusteini. Geri aðrir betur.

mbl.is/ToddSelby
mbl.is/ToddSelby

Eldhús franska bakarinn Sébastien Gaudard er frekar smátt í sniðum, hann er þó með rúmgóðar hillur úr stáli til að geyma potta, pönnur og matreiðslubækur. Einnig splæsti hann plássi í tvo bakarofna, annað væri það nú fyrir atvinnubakara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert