Veitingamenn verjast veðrinu með ýmsum ráðum

mbl.is/tekið af Facebooksíðu GOTT

„Við keyptum þetta forláta tjald fyrir tveimur árum síðan en það hefur viðrað svo vel hér í Eyjum að það hefur ekki verið nein þörf á því,“ segir Berglind Sigmarsdóttir, annar eiganda veitingastaðarins GOTT í Vestmannaeyjum um tjald nokkuð sem risið hefur við veitingastaðinn.

„Síðan er staðan einfaldlega þannig að hér hefur ekki verið neitt sumar að ráði og því hefur útisvæðið ekki nýst að neinu viti. Þá var eina ráðið að taka tjaldið upp – hreinlega til að þurfa ekki að vísa frá gestum enda allt að fyllast hér á eyjunni,“ segir Berglind en von er á fleiri hundruð manns í tengslum við Orkumótið sem hefst á morgun og er eitt það stærsta sem haldið er hér á landi.

Það er því ljóst að veitingamenn eru farnir að leita ýmissa ráða til að stemma stigum gegn veðrinu sem hefur ekki beint leikið við landsmenn.  

mbl.is/tekið af Facebooksíðu GOTT
mbl.is/tekið af Facebooksíðu GOTT
mbl.is/tekið af Facebooksíðu GOTT
mbl.is/tekið af Facebooksíðu GOTT
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert