Einfaldasta eftirréttapítsa sem sögur fara af

Sérlega einföld... ávextirnir eru settir yfir pítsuna þegar búið er …
Sérlega einföld... ávextirnir eru settir yfir pítsuna þegar búið er að baka hana. Svo er flórsykri sáldrað yfir upp á punt. mbl.is/

Fyrst þjóðin er á annað borð alltaf að grilla er allt eins gott að taka grillunina skrefinu lengra og grilla góðan eftirrétt. Reyndar gera margir það en útsendari Matarvefsins bragðaði þessa dásamlegu eftirréttapítsu á Pítsugerðinni í Vestmannaeyjum og það var ekki annað hægt en að deila aðferðinni með lesendum. 

Það eina sem þarf að gera er að fletja út gott pítsadeig en að sögn Berglindar Sigmarsdóttur, eins eiganda Pítsugerðarinnar, er eina mikilvæga atriðið að deigið sé gott. Ekki sé verra að vera með eldofn við höndina en gott grill gerir kraftaverk. 

Það sem þú gerir er að fletja út deigið, smyrja á það Nutella, leggja deigið saman og baka uns tilbúið. 

Þegar hálfmáninn kemur út skal setja ferska ávexti yfir, setja Nutella yfir og sáldra flórsykri yfir. 

Flóknara er það nú ekki og Berglind tekur jafnframt fram að hægt sé að fá Nutella með stevíu fyrir þá sem það vilja heldur. 

mbl.is