Grillaðar svínalundir fylltar með fetaosti, döðlum og beikoni

Tilbúnar og sjúklega girnilegar.
Tilbúnar og sjúklega girnilegar. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Það er komið að því að plana helgarmatinn og það er harðbannað að leggjast í almenna vesæld yfir veðrinu heldur gera sér glaðan dag með dásamlegum mat. 

Hér gefur að líta uppskrift sem ég veit að þið eigið eftir að elska. Við erum að tala um svínalundir fylltar með allskonar gúmmilaði á borð við fetaost og döðlur. Með þessu er svo piparostasósa og við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar. 

Það er Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt sem á heiðurinn að uppskriftinni.

Grillaðar svínalundir
Fyrir 4

  • 2 svínalundir
  • 1 krukka Feti í ólífum og kryddolíu, frá Mjólka
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 krukka rautt pestó
  • 50 g steinlausar döðlur, saxaðar
  • handfylli steinselja, söxuð
  • salt og pipar
  • annað t.d. beikon eða parmaskinka

Piparostasósa

  • 1 stk piparost
  • 250 ml rjómi

Aðferð:

  1. Skerið svínalundina þvert í miðju.
    Blandið saman fetaosti, hvítlauki, pestó, döðlum og saxaðri steinselju og setjið í lundirnar. Saltið og piprið og lokið með tannstönglum.
    Brúnið lundirnar á pönnu.
    Ef hugurinn girnist má vefja lundina með beikoni eða parmaskinku. Gott er að nota tannstöngla eða álíka til að fyllingin detti ekki úr.
    Setjið í 180°c heitan ofn í um það bil 20 mínútur eða grillið á útigrilli.
    Leyfið lundunum að standa í 5-10 mínútur áður en þær eru skornar í sneiðar
    Gerið sósuna og setjið hráefnin í pott og bræðið við vægan hita.
Lundirnar komnar á grillið.
Lundirnar komnar á grillið. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert