Vegan-bullur bauna á Bastard

Barinn á Bastard er glæsilegur.
Barinn á Bastard er glæsilegur. Haraldur Jónasson/Hari

Óli Már Ólason, einn eigenda Bastard Brew&Food á Vegamótastíg, sá sig knúinn til þess að svara óvæginni gagnrýni sem staðurinn var að fá frá viðskiptavinum sem voru óánægðir með að ekki væri veganréttur á matseðlinum. Hinir óánægðu gengu svo langt að gefa staðnum falleinkunn uns Ólafur sendi frá sér tilkynningu inn á Matartips! sem er svohljóðandi:

Óli Már heiti ég og er einn eigenda Bastard Brew&Food. Mig langar í kjölfarið á umræðunni sem er í gangi varðandi það að við séum ekki með veganrétti á matseðlinum hjá okkur eða viljum ekki koma til móts við þá sem eru vegan. Við erum nýr staður og erum að lenda í alls konar hindrunum sem við erum að læra af. Við settum á matseðilinn hjá okkur grænmetisrétti en því miður þá eru þeir ekki vegan og erfitt að veganvæða þá þar sem mikið af okkar grænmeti er marinerað, steikt eða bakað upp úr smjöri. Við fórum strax og þessi umræða fór af stað fyrr í mánuðinum inn á Vegan Ísland að laga þetta hjá okkur og setjum veganrétt á matseðilinn sem verður djúsí og góður. Sá réttur kemur á matseðilinn hjá okkur vonandi í næstu viku. Ég vil biðja þá sem hafa lent í slæmri upplifun hjá okkur afsökunar og vonandi sjá þau sér fært að gefa okkur annað tækifæri.

Annars skulum við bara öll vera vinir og vonadi fer sumarið að koma :)

kveðja,

Óli Már Ólason

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og stuðingur við Óla mikill. Athugasemdirnar eru stórskemmtilegar og ljóst að mikill hiti er í mönnum vegna málsins. Niðurstaðan sjálfsagt sú að ósanngjarnt þykir að refsa stað fyrir að vera ekki með vegan rétti á matseðli þrátt fyrir að gefa sig ekki út fyrir að vera vegan staður. Slík opinber útreið væri skiljanleg ef um vegan stað væri að ræða en svo sé alls ekki. Óli segir hins vegar að þetta standi til bóta og biður menn að lifa í sátt og friði.

En nýtt orð hefur orðið til í öllu þesu fári: Vegan-bullur! Ætli það verði einhvern tímann orð ársins?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert