Morgunverður á mettíma

mbl.is/Linda Ben

Þessi morgunverður er reyndar viðeigandi í flest mál. Snilldin er að það tekur innan við mínútu að búa hann til og það sem færri vita þá er hann sykurlaus. 

Hér er notast við bláberjaskyr frá Örnu sem er með stevíu í stað sykurs. Síðan eru frosnir ávextir og ber sett saman við í blandara og vatn. Það er Linda Ben sem á heiðurinn að þessum smoothie.

Við mælum að sjálfsögðu með morgunverði eða millimáli sem þessu – ekki síst fyrir börnin sem hafa gott af því að fá minni sykur og meira prótein!

Stevía skyr-smoothie með berjum:

  • 1 dós sykurlaust bláberjaskyr frá Örnu
  • 1 dl frosið mangó
  • 1 dl frosin jarðaber
  • 1 dl frosin bláber
  • 2 dl vatn

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni saman í blandara og blandið þangað til silkimjúkt krap myndast.
  2. Hellið drykknum í skál eða glas og skreyttið með berjum og myntu.
  3. Ég set stevía bláberjaskyr frá Örnu í þennan smoothie til þess að auka próteininnihaldið, en það sem er sérstaklega gott við þetta skyr er að það inniheldur ekki sykur eins og svo mörg önnur skyr á markaðinum, heldur stevíu. Það er því sætt og gott á bragðið en ekki óhollt.
Hægt er að stjórna þykkt þeytingsins með því að setja …
Hægt er að stjórna þykkt þeytingsins með því að setja minna vatn eða meira. mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert