Rugl flott eldhús fyrir 150 þúsund krónur

mbl.is/Maria Gomez

Það er nákvæmlega ekkert jafnskemmtilegt og þegar fólk tekur eldhúsið í gegn með litlum tilkostnaði en gríðarlegri hugvitssemi. Maria Gomez á Paz.is er ekki bara einstakur matgæðingur heldur er  hún fram úr hófi smekkleg eins og meðfylgjandi myndir sýna. Reyndar eru þær ótrúlega fagrar og að herlegheitin hafi ekki kostað meira en 150 þúsund krónur er ótrúlegt.

Hægt er að skoða enn fleiri myndir af framkvæmdunum HÉR.

mbl.is/Maria Gomez
Hér sést hvernig borðplatan kemur út. Mér fannst fallegt að …
Hér sést hvernig borðplatan kemur út. Mér fannst fallegt að lakka svarta rönd framan á hana til að fá heildarlúkk á eldhúsið. mbl.is/Maria Gomez
Eins og eldhúsið var upprunalega var hægt að ganga úr …
Eins og eldhúsið var upprunalega var hægt að ganga úr því inn í þvottahús. Við ákváðum að loka fyrir þær dyr og hafa ísskáp þar. mbl.is/Maria Gomez
Við notuðumst við bakarofninn, eldavélina og háfinn sem var til …
Við notuðumst við bakarofninn, eldavélina og háfinn sem var til staðar, enda leit það vel út og var í góðu ástandi. Við færðum ofninn af stóra veggnum og undir eldavélina. Einnig er búið að lengja hér eyjuna út að glugga og setja þar skúffur og skáp hinum megin við. mbl.is/Maria Gomez
mbl.is/Maria Gomez
Ég ákvað að gera borðplötur sjálf til að spara sem …
Ég ákvað að gera borðplötur sjálf til að spara sem mestan pening og lét ég því strákana í Bauhaus sníða fyrir mig MDF-plötur sem ég síðan málaði eins og marmara. Síðan setti ég tveggja þátta níðsterkt epoxy-lakk yfir frá Epoxy gólfum í Keflavík. mbl.is/Maria Gomez
Í borðkróknum voru tveir veggfastir glerskápar sem við tókum burt …
Í borðkróknum voru tveir veggfastir glerskápar sem við tókum burt og seldum. mbl.is/Maria Gomez
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is/Maria Gomez
Hér sést hvernig eyjan var lítil og stutt og hægt …
Hér sést hvernig eyjan var lítil og stutt og hægt var að ganga í kringum hana. Mér fannst gangvegurinn við gluggavegginn alveg óþarfur og þar sem við höfðum tekið svolítið af skápum niður lengdum við eyjuna og bættum við skápaplássi báðum megin við gluggaendann. Hér sést einnig hvernig borðplöturnar voru en þetta voru einhvers konar keramíkflísar sem voru steyptar á viðarplötu og gat ég ekki hugsað mér að hafa þetta svona. Ég get rétt ímyndað mér bakteríuflóruna í fúgunni. Við vorum lengi vel að spá í að fá okkur hvítar múrsteinaflísar á milli skápanna en ákváðum að sleppa því, þar sem það yrði hvort eð er rifið niður þegar eldhúsið yrði tekið almennilega í gegn. Því máluðum við bara flísarnar sem voru til staðar svartar. Einnig skiptum við um vask og blöndunartæki. mbl.is/Maria Gomez
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert