Volg frönsk súkkulaðikaka

Sjóðheit súkkulaðikaka að hætti Braggans.
Sjóðheit súkkulaðikaka að hætti Braggans. mbl/Arnþór Birkisson

Það er alltaf góð hugmynd að fá sér köku... ekki síst ef téð kaka er frönsk og borin fram volg. Hér gefur að líta útgáfu Bragans bar & bistró sem opnaði í Nauthólsvík á dögunum. 

Volg frönsk súkkulaðikaka

Þessi kaka er borin fram með hindberjasósu.

  • 2 bollar hveiti
  • 2 bollar sykur
  • 2/3 bollar kakó
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. gróft salt
  • 1½ bolli mjólk
  • ½ bolli grænmetisolía
  • 2 stór egg
  • 2 msk. vanilluextrakt

Toppur

  • 1½ tsk. óbragðbætt gelatín
  • 2 msk. kalt vatn
  • 1 bolli sykur
  • ¾ bollar kornsíróp
  • 3 stórar eggjahvítur
  • ½ vanillustöng, skorin í tvennt og fræin skröpuð úr

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 160°C. Smyrjið tvö kassalaga form sem eru 20x20 cm. Setjið bökunarpappír í botninn, smyrjið hann og stráið hveiti inn í. Hristið afganginn af hveitinu úr.
  2. Hrærið saman hveiti, sykur, kakó, lyftiduft, matarsóda og salt í stórri skál.
  3. Hrærið saman í annarri skál mjólk, egg og vanillu. Bætið blautu efnunum við þurrefnin og hrærið þar til það rétt blandast saman.
  4. Setjið í formin og bakið í um 40 mínútur. Kælið í formunum á grind í smátíma og takið síðan úr formunum til að kakan kólni alveg.
  5. Setið gelatínið í kalt vatn og látið standa þar til það mýkist, eða í um fimm mínútur.
  6. Blandið saman ½ bolla af sykri og kornsírópi í potti og hrærið yfir meðalhita þar til sykurinn leysist upp. Hitið án þess að hræra þar til blandan nær 120°C eða í um tíu mínútur. Takið af hitanum og blandið gelatíninu við.
  7. Á meðan þetta er að hitna stífþeytið þá saman eggjahvítur, vanillu og sykur. Bætið sykrinum út í smám saman og þeytið þar til hvíturnar verða stífar og glansandi, eða í um fimm mínútur.
  8. Hellið heitri kornsírópsblöndunni út í eggjahvíturnar og hrærið stöðugt á meðan, þar til blandan er orðin þykk, eða í um átta mínútur.

Kveikið á grillinu í ofninum. Dreifið blöndunni ofan á kökurnar. Látið standa í um mínútu. Grillið síðan kökurnar undir grillinu í ofninum þar til þær brúnast, eða í um fimm mínútur. Snúið eftir þörfum svo kökurnar grillist jafnt. Berið fram heitt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert