Truflaðar íssamlokur

Þessar íssamlokur má útbúa og njóta strax, eða geyma í …
Þessar íssamlokur má útbúa og njóta strax, eða geyma í frysti þar til góða gesti ber að garði. mbl.is/chocolateforbasil

Þessar íssamlokur eru sáraeinfaldar og ofboðslega góðar. Þær má útbúa og njóta strax, eða geyma í frysti þar til góða gesti ber að garði. Það er líka gott að eiga nokkrar til að grípa í þegar snarlþörfin ber mann ofurliði.

Truflaðar íssamlokur

  • ½ bolli hnetusmjör
  • ¼ bolli kókosolía
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 þroskaður banani
  • ¾ bolli heilhveiti
  • ¼ tsk. matarsódi
  • ¼ tsk. salt
  • 3 frosnir bananar
  • ¼ bolli kakóduft
  • handfylli af heslihnetum
  • 100 gr. dökkt súkkulaði

Aðferð

  1. Brytjið frosna banana í bita og hendið í matvinnsluvél ásamt kakódufti. Vinnið þar til úr verður eins konar ísblanda, mjúk og laus við kekki. Þennan bananaís má geyma í frysti.

  2. Hitið ofninn í 190 gráður. Takið tvær ofnplötur og setjið bökunarpappír á þær.

  3. Takið skál og blandið þar saman hnetusmjöri, olíu, sykri og vanillu og þeytið þar til það er vel blandað. Bætið þá við einum þroskuðum banana.

  4. Takið aðra skál og blandið þar saman heilhveiti, matarsóda og salti. Bætið svo bananablöndunni úr hinni skálinni rólega saman við þar til allt er vel blandað og úr verður deig.

  5. Setjið væna skeið af deigi á bökunarpappírinn og passið að sé nóg af plássi á milli allra. Bakið í 8-10 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar fallega brúnar. Takið úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg áður en samlokunum er púslað saman.

  6. Þegar kökurnar eru vel kólnaðar má bræða súkkulaði yfir vatnsbaði og leyfa því að drjúpa yfir kökurnar með skeið. Leyfið súkkulaðinu að harðna utan á.

  7. Takið bananaísinn úr frysti, hrærið vel í honum til að mýkja hann. Smyrjið honum innan í köku og leggið svo aðra ofan á svo úr verður samloka. Gott er að saxa heslihnetur og dreifa utan á brúnirnar.

  8. Samlokurnar má borða strax eða geyma í frysti.
Það er gott að eiga nokkrar svona í frystinum til …
Það er gott að eiga nokkrar svona í frystinum til að grípa í þegar snarlþörfin ber mann ofurliði. mbl.is/chocolateforbasil
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert