Súkkulaðimuffins með besta kremi í heimi

Algjört sælgæti.
Algjört sælgæti. mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Rjómaostur er hráefni sem er stórlega vanmetið ef marka má hversu sjaldan hann er að finna í uppskriftum. Ef vel ætti að vera ætti hann að vera í hverri einustu uppskrift eða svo gott sem. Smjörkrem er til dæmis miklu betra ef það inniheldur smá rjómaost og því erum við handviss um að þetta súkkulaðikrem er alveg hreint magnað.

Það er Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt sem á þessa uppskrift.

Súkkulaðimuffins

12 stk.

  • 100 g súkkulaði, saxað
  • 250 g hveiti
  • 225 g hrásykur (eða púðursykur)
  • 50 g kakó
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1 tsk. matarsódi (natron)
  • 100 g smjör, brætt
  • 3,75 dl AB-mjólk, t.d. frá Mjólku
  • 1 egg
Aðferð:
  1. Blandið öllum þurru hráefnunum saman í skál ásamt og 2/3 af súkkulaðinu.
  2. Í aðra skál blandið öllum blautu hráefnunum saman og hellið síðan saman við þurrefnin og hrærið þar til allt hefur blandast saman en ekki of lengi.
  3. Skiptið deiginu niður á 12 muffins-form og stráið súkkulaðinu yfir.
  4. Bakið í 200°C heitum ofni í 13-15 mínútur.

Rjómaostasúkkulaðikrem

  • 160 g súkkulaði
  • 80 g smjör
  • 160 g rjómaostur, t.d. Philadelphia
  • Oreokex, söxuð eða mulin

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaði og smjör saman við vægan hita. Takið af hitanum og kælið.
  2. Þegar blandan hefur kólnað hrærið þá rjómaostinum saman við.
  3. Setjið kremið á kökurnar þegar þær hafa kólnað.
  4. Stráið Oreokexi yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert