Það sem ætíð skal lesa á umbúðum

Það er skylda að merkja umbúðir rækilega með innihaldsefnum og næringargildi. En fyrir marga eru þetta merkingarlaus orð enda leika framleiðendur sér oftar en ekki að því að slá ryki í augu neytenda og kalla eitthvað hollt sem er það alls ekki.

En án þess að orðlengja neitt frekar um aðferðafræði sumra framleiðenda er tvennt sem ber að hafa í huga ef marka má grein eftir Lizz Schumer í The New York Times.

Viðbættur sykur. Mikið af fæðu inniheldur náttúrulegan sykur eins og ávextir. Það sem skiptir hins vegar öllu máli þegar kemur að hollustugildi fæðunnar er viðbætti sykurinn. Mikið af honum er alls ekki gott.

Skammtastærð. Oft er talað um næringargildi í skammtastærð. Það getur verið afskaplega blekkjandi og oft vísað til skammtastærða sem eru töluvert minni en maður borðar. Því getur maður misreiknað sig allverulega.

Greinina í The New York Times má nálgast HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert