Alls ekki henda slöppum sveppum

Slappir sveppir eru engu að síður herramannsmatur og best er …
Slappir sveppir eru engu að síður herramannsmatur og best er að steikja þá upp úr smjöri og frysta þá svo. mbl.is/TM
Matarvefurinn veit sínu viti þegar kemur að varðveislu sumarblóma, aflífun snigla og nú - hvernig við nýtum sveppi sem orðnir eru fremur slappir.
Ólíkt mörgum örðum matartegundum missa sveppir ekki bragðgæðin þótt þeir slappist ögn og þyki þeir ekki lengur nógu fríðir til að prýða salatið þá skal saxa þá niður í snarhasti, smjörsteikja þá á pönnu (saltið og piprið) og frystið þá svo í litlum pokum fyrir pottrétti og sósur.
Með þessu móti dragið þið úr matarsóun, sparið fullt af pening og uppfyllið draum sveppanna um að verða ljúffengur matur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert