Fimm gullnir miðar í umferð á Íslandi

Hér má sjá Gene Wilder í hlutverki sínu sem hinn …
Hér má sjá Gene Wilder í hlutverki sínu sem hinn eini sanni Willy Wonka.

Hver man ekki eftir því í kvikmyndinni um súkkulaðijöfurinn Willy Wonka þegar settir voru gullmiðar í umferð og hinir útvöldu fengu að heimsækja súkkulaðiverksmiðjuna?

Nói Síríus bætir um betur til að fagna 85 ára afmæli sínu og býður fimm heppnum gullmiðahöfum til útlanda sem við viljum meina að sé töluvert betri kostur en heimsókn í verksmiðju. 

Um er að ræða forláta gullhúðaða miða sem búið er að setja í rjómasúkkulaðistykki og engin leið er að sjá hvort súkkulaðið inniheldur miða fyrr en umbúðirnar eru opnaðar. 

Það eiga því einhverjir eftir að ærast úr gleði þegar þeir fá sér súkkulaðibita enda ekki á hverjum degi sem að gullmiðið kemur manni í sólina. 

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert