Leynibloggsíða Chrissy Teigen afhjúpuð

Chrissy Teigen er ein fyndnasta og hreinskilnasta ofurstjarna vestanhafs. Hún er stanslaust að djöflast í Donald Trump á Twitter, fær reglulega yfir sig hjörð af apaköttum sem skamma hana fyrir allt frá því að flagga brjóstagjöf upp í að borða of mikið.

Teigen er nokk sama og heldur sínu striki. Hún eignaðist á dögunum sitt annað barn og gaf í leiðinni út sína aðra matreiðslubók Cravings: Hungry for more.

Það eru færri sem vita að Teigen heldur úti matarbloggi sem ber titilinn So Delushious og hefur að geyma mikið magn skemmtilegra uppskrifta og sagna úr lífi Teigen sem er mjög svo viðburðaríkt og skemmtilegt. Ljóst er að fáir vita af blogginu samanborið við þær 14 milljónir sem fylgja henni á Instagram.

Teigen hefur þó ekki sinnt blogginu í nokkrun tíma en það er aldrei að vita nema hún blási lífi í það á ný.

Bloggsíðu Teigen er hægt að nálgast HÉR.

mbl.is