Bromance: Náið ókynferðislegt samband tveggja manna

mbl.is/

Félagarnir Pétur Kiernan og Friðrik Róberts, betur þekktur sem Flóni, voru nýverið fengnir til þess að gera nýjan shake fyrir Joe & the Juice. Samstarfið þykir sérlega snjallt en sjálfir segja þeir að þetta hafi nánast legið í loftinu þar sem þeir séu fastagestir á staðnum og með töluverðar sérþarfir.

„Við höfum ekki tölu á því hversu margar JOE samlokur og sheika við höfum fengið okkur. Ábyggilega hátt í þúsund. Við erum víst með mjög miklar sérþarfir og alltaf að breyta öllum réttunum. Þess vegna fannst okkur bara skemmtilegt þegar þau hjá JOE töluðu við okkur og báðu okkur um að gera bara okkar eigin shake. Við æfum saman þrisvar í viku í World Class í Laugum og endum alltaf á Joe eftir æfingu. Okkur fannst því mjög gaman að fá að gera okkar útgáfu af prótein shake og erum við mjög spenntir að leyfa fólki að smakka. Þetta er súkkulaðiprótein sheik með smá óvæntu berjamixi. Maður kemst eiginlega ekki hjá því að þamba hann,“ segja þeir félagar um hvernig samstarfið bar að.

Aðspurðir að því af hverju drykkurinn heitir bromance segja strákarnir það mjög einfalt.

„Við erum bestu vinir og erum mjög mikið saman. Skilgreiningin á orðinu bromance er: „a close but non-sexual relationship between two men (í: náið ókynferðislegt samband milli tveggja karlmanna).“ Svo að okkur fannst það nafn mjög fersk og skemmtilegt.“

Þeir félagar ætla að halda BROMANCE partý á Joe & the Juice í Laugum í dag, fimmtudag frá kl. 18 - 20 þar sem þeir gefa fólki smá smakk af nýja drykknum. Einnig munu félagar þeirra í hljómsveitinni ClubDub spila lög af nýju plötu sinni JUICE MENU en dúóið ClubDub rauk upp alla vinsældarlista eftir að þeir komu fram í fyrsta skipti á Solstice með lagið sitt ClubbedUp.

mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert