Costco-missirinn mikli

Þetta forláta hús kostaði bara brot af því sem það ...
Þetta forláta hús kostaði bara brot af því sem það myndi kosta fullu verði. mbl.is/Facebook

Töluvert margir (mögulega gárungar) íhuga nú að stofna stuðningssíðu til handa þeim sem hafa misst af vænum bitum í Costco og virðast ekki ætla að jafna sig á því.

Oftar en ekki birtast vörur í Costco sem eiga engan sinn líka – hvorki hvað varðar gæði né verð. Gott dæmi um þetta er Sylvanían-dúkkukanínu-hús sem kostaði ekki nema 5.900 krónur og grétu ófáar ungfrúrnar þegar þeim varð ljóst að húsið væri löngu uppselt.

Eins var á dögunum forláta steypujárnsgrill til sem kostaði 29.000 krónur og þótti mörgum nóg um. Heimildir herma að matreiðslumenn hafi verið sérlega æstir yfir grillunum og keypt þau flest.

Það er því af miklu að missa ef ekki er farið reglulega í verslunina eða fylgst með í Costco-hópunum á Facebook sem eru orðnir fleiri en einn.

mbl.is