Græjan sem bjargar útilegunni

Hægt er að festa iPad við ferðaeldhúsið góða.
Hægt er að festa iPad við ferðaeldhúsið góða. mbl.is

Hefur þú reynt að elda utandyra en allt fer í steik – og þá eigum við ekki við blóðuga nautasteik heldur „allt í rugli“ steik? Dreymir þig um að fara í útilegu og sjarmera alla með skipulagi sem fær rosknar frúr til að veina af hrifninu?

Þá er þetta græjan fyrir þig.

Um er að ræða skipulagsgræju sem á að líkja eftir atvinnueldhúsi en við hér á Matarvefnum erum búin að átta okkur á því að þessi græja hentar miklu betur í útileguna.

Með græjunni, sem heitir á ensku PrepDeck eða Ferðaeldhúsið, er hægt að vera með allt tilbúið og þegar á að elda í útilegunni er bara að rúlla þessu út og galdra.

Verið er að safna fyrir framleiðslu græjunnar á Indiegogo. Upphaflega stóð til að safna 25 þúsund dollurum sem gera um tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Hins vegar virðist heimsbyggðin hafa áttað sig á því að Ferðaeldhúsið er það sem koma skal og hafa safnast 58 milljónir króna þegar þetta er skrifað.

Snyrtimennskan og skipulagið í fyrirrúmi.
Snyrtimennskan og skipulagið í fyrirrúmi. mbl.is
Þvílíkt skipulag.
Þvílíkt skipulag. mbl.is
Hægt er að velja við, marmara og þó nokkrar aðrar …
Hægt er að velja við, marmara og þó nokkrar aðrar áferðir á ferðaeldhúsið góða. mbl.is
Eins og sjá má er bara drasl og rusl þegar …
Eins og sjá má er bara drasl og rusl þegar græjan er ekki notuð. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert