Bestu kjúklingavængir landsins einungis í boði á miðvikudögum

Götubitarnir á Granda
Götubitarnir á Granda Ásdís Ásgeirsdóttir

Þeir hafa verið krýndir bestu kjúlingavængir landsins og eftirspurnin hefur verið svo mikil að einungis hefur verið hægt að fá þá á miðvikudögum. Við erum að tala um veitingastaðinn KORE í Granda Mathöll og þá staðreynd að matgæðingar halda vart vatni af hrifningu. 

Að sögn Atla Snæs á Kore var brugðið á það ráð að bjóða einungis upp á vængina á miðvikudögum þar sem ekki var hægt að fá fleiri vængi hjá birgjum. „Við eigum samt von á því að það fari að lagast fyrst að HM er búið,“ segir hann og lofar að láta talsmenn Matarvefsins vita þegar það breytist. 

Vængirnir hafa tröllriðið samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og ráða menn sér vart af kæti yfir bragðgæðunum en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Matarvefsins er notast við vatn og vodka í uppskriftinni. 

Við hvetjum því alla sem ekki hafa prófað Granda Mathöll að mæta þangað sem fyrst því gæðin á veitingastöðunum þar er óvenju góð og maturinn alveg hreint frábær. 

Atli Snær, sem rekur staðinn Kore.
Atli Snær, sem rekur staðinn Kore. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert