Brasilískur fiskréttur sem bráðnar í munni

Það jafnast fátt á við góðan fiskrétt í byrjun vikunnar.
Það jafnast fátt á við góðan fiskrétt í byrjun vikunnar. mbl.is/recipetineats

Þessi fiskréttur er afar exótískur en mjög auðveldur í framkvæmd. Fullkomið fyrir þá sem ætla sér á beinu brautina eftir sukk helgarinnar. Nú eða fyrir þá sem vilja slá um sig í matarboðinu og bjóða upp á gómsætan fiskrétt frá framandi löndum. Soðið er úr kókosmjólk, tómötum, límónusafa, papriku og kúmínkryddum sem trylla bragðlaukana. Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum.

Brasilískur fiskréttur sem bráðnar í munni

Í fiskinn fer:

 • 500 gr. hvítur fiskur á borð við þorsk eða ýsu
 • 1 msk. límónusafi
 • ¼ tsk. salt
 • svartur pipar
 • 1 msk. ólífuolía

Í soðið fer:

 • 1 og ½ msk. ólífuolía
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 lítill laukur
 • 1 stór rauð paprika
 • 1 og ½ msk. sykur
 • 1 tsk. kúmínkrydd
 • 1 msk. paprikukrydd
 • 1 tsk. cayenne pipar
 • ½ tsk salt
 • 400 ml. kókosmjólk
 • 400 ml. niðursoðnir tómatar
 • 1 bolli fiskikraftur

Ofan á diskinn fer:

 • 1 msk. límónusafi
 • 3 msk. gróft saxað kóríander


Aðferð

 1. Skerið fiskinn í bita og setjið í skál. Leyfið honum að marinerast þar í límónusafa, salti og pipar. Gott er að setja klessuplast yfir skálina og stinga henni inn í ísskáp í 20 mínútur.

 2. Hitið stóra pönnu og setjið eina msk. af ólífuolíu á pönnuna. Bætið fiskinum út á pönnuna og steikið þar til hann er rétt eldaður. Takið hann þá af pönnunni og geymið á diski.

 3. Bætið þá við annarri msk. af ólífuolíu á pönnuna og hafið hana á meðalhita. Saxið hvítlauk og lauk smátt og steikið á pönnunni þar til laukurinn er orðinn vel mjúkur. Bætið þá við saxaðri papriku.

 4. Því næst má bæta við sykri , kúmín, paprikukryddi, cayanne pipar, salti, kókosmjólk, niðursoðnum tómötum og einum bolla af fiskikrafti. Gott er að leysa upp einn tening af fiskikrafti í einum bolla af soðnu vatni. Leyfið þessari sósu að krauma í 15-20 mínútur eða þar til hún fer að þykkna. Það má svo bæta við pipar og salti eftir smekk.

 5. Að lokum skal bæta fiskinum við sósuna á pönnunni og elda í um tvær mínútur. Því næst má hræra límónusafanum við.

 6. Berið fram með soðnum hrísgrjónum og saxið handfylli af kóríander og sáldrið yfir fiskréttinn. Njótið!
Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum, sneið …
Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum, sneið af límónu og handfylli af söxuðum kóríander. mbl.is/recipetineats
mbl.is