Vöfflurnar sem Svava segir að séu bestar

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Vöfflur jaðra við trúarbrögð hér á landi og á dögunum birti Matarvefurinn uppskrift að sænskum vöfflum sem var að finna á Skrímslasafninu á Bíldudal og voru þær stórkostlegar.

Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit heldur sig að einhverju leyti við sænska þemað hér en hennar uppskrift er komin frá vefsíðunni Food 52 og fullyrðir Svava að hún sé sú allra besta. 

Hér gefur að líta vöfflurnar hennar Svövu sem eru með heldur óvenjulegu meðlæti sem hún hvetur lesendur til að prufa. 

Vöfflurnar sem Svava segir að séu bestar

  • 1½ bolli hveiti
  • ½ bolli kornsterkja (maizena-mjöl)
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 2 bollar nýmjólk eða súrmjólk
  • 2/3 bolli grænmetisolía (vegetable oil) eða brætt smjör
  • 2 egg
  • 3 tsk. sykur
  • 1 ½ tsk. vanilludropar

Setjið hveiti, kornsterkju, lyftiduft, matarsóda og salt í skál og blandið vel saman. Bætið mjólk, grænmetisolíu, eggjum, sykur og vanillu saman við og blandið vel. Látið deigið standa í 30 mínútur. Bakið vöfflurnar á smurðu vöfflujárni.

Yfir vöfflurnar:

  • sýrður rjómi (hrærið hann aðeins upp, svo hann verði kekkjalaus og mjúkur)
  • kavíar
  • rauðlaukur, fínhakkaður
  • ferskt dill
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert