Klassískt eldhús-„trend“: Pastel-litir

Flauelsmjúkir pastel-litir hafa staðist tím­ans tönn og eru alltaf jafnfal­legir …
Flauelsmjúkir pastel-litir hafa staðist tím­ans tönn og eru alltaf jafnfal­legir og frísk­andi. mbl.is/pinterest

Pastel-litir voru algengir í eldhúsum hér á árum áður, þá sérstaklega á sjötta áratugnum. Eldhúsið þarf þó ekki að líta út eins og sykursætur amerískur diner-matsölustaður, nema fólk sé spennt fyrir því, það er vel hægt að lífga upp á eldhúsið með mjúkum pastel-tónum. Það kemur sérstaklega vel út ef eldhúsið er með nútímalegu ívafi, það kallast skemmtilega á við föla gamaldags liti.

Fölir litir koma einnig vel út í skýjaðri áferð eins …
Fölir litir koma einnig vel út í skýjaðri áferð eins og sjá má á þessum fallega rósableika eldhúsvegg. mbl.is/CasaVogue
Myntugrænar innréttingar í fölum tónum smellpassa við ljóst eikargólf og …
Myntugrænar innréttingar í fölum tónum smellpassa við ljóst eikargólf og borðplötur í stíl. mbl.is/decor
Ein fölbleik hurð lífgar upp á annars litlaust eldhús. Gylltir …
Ein fölbleik hurð lífgar upp á annars litlaust eldhús. Gylltir barstólar og marmari með grófum æðum fær svo menn og konur til að kikna ofurlítið í hnjánum. mbl.is/SmittenStudio
Þessi fallega jökulbláa innrétting er ekki með neinum höldum, en …
Þessi fallega jökulbláa innrétting er ekki með neinum höldum, en það er mjög móðins um þessar mundir. Einnig þykir flott að para saman tveimur tónum af sama litnum eins og hér er gert. mbl.is/bolig
Grænn og bleik­ur er blanda sem slær sjaldan feilnótu. Þessir …
Grænn og bleik­ur er blanda sem slær sjaldan feilnótu. Þessir sykursætu og fölu litir koma afar vel út við svarthvítar flísar með grófu munstri. mbl.is/Steve Baldini Architecture
Glansandi subway-flísar koma skemmtilega út við fölar, tyggjóbleikar skápahurðir.
Glansandi subway-flísar koma skemmtilega út við fölar, tyggjóbleikar skápahurðir. mbl.is/casavogue
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert