Lilja Katrín toppaði sjálfa sig

Kakan stóð undir væntingum afmælisdísarinnar.
Kakan stóð undir væntingum afmælisdísarinnar. mbl.is/Lilja Katrín

Bakarinn og blaðamaðurinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir á blaka.is veit fátt skemmtilegra en að baka og í þetta skiptið var þriggja ára afmæli dóttur hennar fagnað með pompi og prakt. Má með sanni segja að Lilja hafi toppað sjálfa sig enda veislan með fádæmum vel heppnuð og litrík. Nokkur ljóst er að afmælisdísin Anna Alexía var hæstánægð með útkomuna enda ekki annað hægt þegar mamma leggur á sig að baka einhyrningakúk.

Ævintýralega litríkt barnaafmæli

Litríkir sykurpúðar

  • sykurpúðar
  • vatn
  • Jello-duft í mismunandi litum
Regnbogamarengs
  • 4 eggjahvítur
  • 1/2 tsk. cream of tartar
  • 1 bolli sykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • matarlitur

Regnbogabollakökur

  • 100 g mjúkt smjör
  • 100 g sykur
  • 2 egg
  • 180 g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • 2 tsk. vanilludropar
  • múskat á hnífsoddi
  • 2 bananar (maukaðir)
  • 100 g sýrður rjómi

Krem á bollakökur

  • 160 g mjúkt smjör
  • 240 g flórsykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 6 msk. hlynsíróp (eða eftir smekk)
  • Skittles

Rice Krispies-einhyrningar

  • 115 g smjör
  • 8 bollar litlir sykurpúðar
  • smá sjávarsalt
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 8 bollar Rice Krispies
  • 2 bollar einhyrningamorgunkorn (Hægt að nota meira Rice Kripies í staðinn, en ég fann þetta einhyrningamorgunkorn í Hagkaupum)
  • sleikjópinnar
  • svartur glassúr til að gera augu
  • krem til að gera hár

Regnbogasmákökur

  • 2 3/4 bolli Kornax-hveiti
  • 1/2 tsk. lyftiduft
  • 1/4 tsk. salt
  • 2/3 bolli flórsykur
  • 1/4 bolli sykur
  • 290 g kalt smjör, skorið í teninga
  • 1 tsk. vanilludropar
  • matarlitur

Einyrningakúkur - botn

  • 230 g mjúkt smjör
  • 1 bolli flórsykur
  • 2 bollar hveiti
  • 1 tsk. vanilludropar

Einhyrningakúkur - karamella

  • 230 g smjör
  • 1 bolli púðursykur
  • 1 bolli síróp
  • 1 dós sæt dósamjólk (sweetened condensed milk)
  • 1 tsk. sjávarsalt

Einhyrningakúkur - súkkulaði

  • 3 bollar litríkt súkkulaði

Aðferð:

Litríkir sykurpúðar

  1. Dýfið sykurpúðunum í vatn og þerrið þá örlítið þannig að þeir séu rakir.
  2. Veltið púðunum upp úr Jello-duftinu og leggið á smjörpappír til þerris.

Regnbogamarengs

  1. Hitið ofninn í 140°C. Teiknið tvo jafnstóra hringi á smjörpappír (mínir voru 18 sentimetra stórir) og snúið pappírnum við þannig að hringirnir sjáist í gegn. Leggið smjörpappírinn á ofnplötu.
  2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær freyða og blandið svo cream of tartar saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar.
  3. Blandið sykrinum varlega saman við, sirka einni matskeið í einu, og stífþeytið marengsinn þar til sykurinn hefur leyst upp.
  4. Skiptið marengsblöndunni í nokkrar mismunandi skálar og litið með mismunandi matarlit. Setjið hvern lit í sprautupoka og klippið op á hornið á pokanum.
  5. Sprautið síðan litunum hér og þar á hringina sem þið voruð búin að teikna á smjörpappírinn þar til þeir eru tilbúnir.
  6. Bakið botnana síðan í 40-45 mínútur. Opnið ofninn og leyfið botnunum að kólna í ofninum. Ég þeytti síðan rjóma og smá flórsykur saman og skellti á milli botnanna.

Regnbogabollakökur

  1. Hitið ofninn í 180 °C. Hrærið saman smjör og sykur í 4-5 mín.
  2. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman. Sigtið hveiti og matarsóda saman og bætið út í deigið.
  3. Blandið vanilludropum, múskati, banönum og sýrðum rjóma út í og hrærið vel saman.
  4. Raðið bollakökuformum á ofnplötu og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í 15-20 mín. Kælið kökurnar áður en þær eru skreyttar.

Krem á regnbogabollakökur

  1. Þeytið smjörið í 4-5 mínútur. Bætið síðan restinni af hráefnum saman við, nema Skittles og hrærið vel.
  2. Deilið kreminu í nokkrar skálar og litið með matarlit sem þið viljið. Sorterið síðan Skittles þannig að litirnir séu aðskildir.
  3. Takið ykkur plastglös í hönd og setjið handfylli af Skittles af sama lit í hvert glas. Skreytið síðan kökurnar með kremi sem er í sama lit og Skittles.

Rice Krispies-einhyrningar

  1. Takið til ílangt form, sirka 30 sentimetra stórt og klæðið það með smjörpappír, helst þannig að hann nái aðeins upp á hliðarnar.
  2. Takið til stóran pott og bræðið smjörið yfir meðalhita. Bætið síðan sykurpúðum, sjávarsalti og vanilludropum saman við og hitið þar til sykurpúðarnir eru bráðnaðir. Hrærið reglulega í blöndunni.
  3. Takið pottinn af hellunni, bætið síðan morgunkorninu saman við og hrærið vel. Þrýstið blöndunni í formið þannig að yfirborðið er slétt. Kælið í um klukkustund.
  4. Skerið í ílanga bita og þrýstið sleikjópinna inn í eina hliðina. Gerið augu með glassúr og skreytið síðan með kremi (ég notaði kremið sem ég átti afgangs úr bollakökunum).

Regnbogasmákökur

  1. Blandið þurrefnunum vel saman. Myljið síðan smjörið út í og vinnið deigið vel með höndunum. Blandið síðan vanilludropum saman við og hnoðið vel.
  2. Skiptið deiginu í sex búta og hnoðið matarlit í hvern bút. Pakkið hverjum bút í plastfilmu og frystið í um 20 mínútur.
  3. Hér er hægt að leika sér með deigið. Það sem ég gerði var að búa til ílangan renning úr fjólubláa deiginu. Síðan flatti ég út bláa deigið og vafði því utan um og svo koll af kolli. Síðan frysti ég renninginn á meðan ég hitaði ofninn í 160°C. Svo skar ég út kökur með hníf og raðaði þeim á ofnplötu og bakaði í 12-15 mínútur.

Einyrningakúkur - botn

  1. Hitið ofninn í 150°C. Spreyið ílangt form, sirka 33 sentímetra langt og 23 sentímetra breitt, með bökunarspreyi. Ekki er verra að klæða það líka með smjörpappír og leyfa honum að ná upp hliðarnar.
  2. Blandið smjöri, sykri, hveiti og vanilludropum vel saman og þrýstið blöndunni í botninn á forminu.
  3. Bakið í 28-33 í mínútur og leyfið að kólna alveg.

Einhyrningakúkur - karamella

  1. Setjið öll hráefnin í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust og náið upp suðu í blöndunni. Leyfið henni að malla í 6-9 mínútur.
  2. Takið pottinn af hellunni og hellið karamellunni yfir botninn. Kælið í ísskáp í 1-2 klukkustundir. Skerið síðan herlegheitin í litla bita.

Einhyrningakúkur - súkkulaði

  1. Setjið súkkulaði í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Ég notaði 3 liti af súkkulaði og því 3 mismunandi skálar. Munið að hræra alltaf á milli holla.
  2. Súkkulaðihúðið bitana og raðið þeim á smjörpappír. Þetta er aðeins of gott til að vera satt!
Nóg var af nammi.
Nóg var af nammi. mbl.is/Lilja Katrín
mbl.is/Lilja Katrín
Kakan er sérlega glæsileg.
Kakan er sérlega glæsileg. mbl.is/Lilja Katrín
Nammi namm...
Nammi namm... mbl.is/Lilja Katrín
Bollakökur í bolla.
Bollakökur í bolla. mbl.is/Lilja Katrín
mbl.is/Lilja Katrín
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert