Ómótstæðilegur humar og risahörpuskel

Í Vestmannaeyjabæ rekur Einar Björn Árnason veitingastaðinn Einsa kalda. Einar …
Í Vestmannaeyjabæ rekur Einar Björn Árnason veitingastaðinn Einsa kalda. Einar man eftir sér sýslandi í eldhúsi sem lítill peyi og leiðin lá snemma í kokkanám á meginlandinu. Hann sneri svo til baka og þegar Landeyjahöfn varð að veruleika sá Einar að grundvöllur væri fyrir að opna flottan veitingastað í miðbænum og hafa hann opinn allan ársins hring. Ásdís Ásgeirsdóttir

Þegar verið er að leita að hinum fullkomna forrétti koma humar og hörpuskel óneitanlega upp í hugan. Hér gefur að líta uppskrift úr smiðju Einsa kalda í Vestmannaeyjum sem ætti engan að svíkja. 

Ómótstæðilegur humar og risahörpuskelForréttur fyrir 6 
  • 12 humarhalar
  • 12 risahörpudiskar
  • 2 pokar chili-hnetur

Aðferð:

  1. Pillið humarhalana og mænudragið. Maukið chili-hnetur í blandara.
  2. Veltið humrinum upp úr hnetublöndunni og steikið á pönnu upp úr olíu og smjöri til helminga. Kryddið með salti og ljósum pipar.

Marínering fyrir hörpuskel

  • 1 hluti brætt smjör
  • 1 hluti hunang
  • 1 hluti sítrónusafi

Aðferð:

Látið fiskinn liggja í leginum í klukkustund og brúnið fallega á öllum hliðum. Látið hvíla létt í hálfa mínútu.

Steinselju-basilmauk

  • 2 stk. steinseljurót, flysjuð og skorin í kubba

Aðferð:

  1. Sjóðið rótina í rjóma, þar til hún er orðin vel mjúk.
  2. Sigtið hana frá rjómanum og setjið í blandara ásamt smjörklípu, salti og pipar eftir smekk. Geymið.

Takið því næst:

  • búnt af basiliku
  • 100 g rifinn parmesan
  • 3 hvítlauksgeira
  • 50 g furuhnetur
  • salt og ljósan pipar
  • smá sítrónuolíu

Aðferð:

  1. Slítið laufin frá stilkum og setjið í matvinnsluvél ásamt hvítlauk og furuhnetum. Hellið rólega sítrónuolíu saman við, þar til áferðin er passleg.
  2. Blandið þessu því næst saman við steinseljurótina með töfrasprota.

Rjóma-smjörsósa

  • 5 geirar skalottlaukur
  • 3 geirar hvítlaukur
  • 1½ dl hvítvín
  • 1 l rjómi
  • 200 g smjör í kubbum

Aðferð:

  1. Takið skalottlauk og hvítlauk og svitið á pönnu. Bætið hvítvíni saman við og sjóðið niður um helming.
  2. Hellið rjómanum saman við og sjóðið áfram niður.
  3. Þegar sósan er orðin vel þykk er hún tekin af hitanum. Í lokin er svo 200 g af smjöri, sem er skorið í kubba, bætt saman við varlega með sleikju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert