Stjörnuprýdd eldhús

Við myndum nú ekki hata að hræra í pottum í ...
Við myndum nú ekki hata að hræra í pottum í einhverjum af eldhúsunum hér að neðan. Eldhús Chrissy Teigen er til dæmis ekkert slor. mbl.is/hersweat

Það er svo skemmtilegt að fá að gægjast inn í eldhús hjá öðrum og sjá hvernig þeir haga hlutunum. En þar sem við gerum ekki ráð fyrir því að vera boðin í kaffi til Jennifer Lopez neitt á næstunni og hvað þá í tebolla til Lady Gaga látum við nægja að skoða myndir af eldhúsunum þeirra og hjá fleiri góðum. Það myndi nú ekki væsa um neinn við matseldina í einhverjum af þessum fínu eldhúsum.

Eldhús Chrissy Teigen og John Legend er ekki amalegt. Eldhúsið ...
Eldhús Chrissy Teigen og John Legend er ekki amalegt. Eldhúsið er útbúið dökkum viði sem fer afar vel við gyllta aukahluti. Gylltu barstólarnir eru hannaðir af breska hönnuðinum Anna Karlin. mbl.is/pinterest
Ítalskra áhrifa gætir í eldhúsi Roberto Cavalli í Flórens. Þar ...
Ítalskra áhrifa gætir í eldhúsi Roberto Cavalli í Flórens. Þar má finna stóra hangandi ljósakrónu, stóran vask úr hráum steini og volduga eldavél með gylltum smáatriðum. mbl.is/InStyle
Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama halda sig við fallega ...
Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama halda sig við fallega hönnun og tímalausa klassík í eldhúsinu á heimili sínu í Washington. Þar er að finna langa eyju með fallegum marmara sem fjölskyldan er vís með að maula hnetusmjörsamlokur við. mbl.is/McFaddenGroup
Hjónakornin Gisele Bundchen og Tom Brady eru hrifin af hráum ...
Hjónakornin Gisele Bundchen og Tom Brady eru hrifin af hráum viði og gráum tónum. Loftið kemur skemmtilega út með múrsteinum. mbl.is/TheAgency
Hjá Kylie Jenner þýðir ekkert annað en tvær eyjar með ...
Hjá Kylie Jenner þýðir ekkert annað en tvær eyjar með þykkum marmaraplötum. mbl.is/Trulia
Jennifer Lopez kann að meta góða dagsbirtu. En í hennar ...
Jennifer Lopez kann að meta góða dagsbirtu. En í hennar eldhúsi má finna risavaxinn glugga, ásamt góðum loftglugga sem hleypir inn nægri birtu. Lofthæðin er nú heldur ekkert til að kvarta yfir. mbl.is/Trulia
Flestir sem horft hafa á Keeping up With The Kardashians ...
Flestir sem horft hafa á Keeping up With The Kardashians kannast við eldhús Kris Jenner. Þar má finna hvorki meira né minna en tvær risavaxnar eyjar, veglegar kristalsljósakrónur yfir hvorri og fallegt marmaragólf í svörtu og hvítu. mbl.is/InsideOut
Eldhús Lady Gaga einkennist af gráum tónum og burstuðu stáli. ...
Eldhús Lady Gaga einkennist af gráum tónum og burstuðu stáli. Við verðum nú að viðurkenna að við bjuggumst við einhverju örlítið flippaðra. mbl.is/TheAgency
mbl.is