Tveggja Berglinda bomba

Jarðarberjabomban var sérlega gómsæt og góð.
Jarðarberjabomban var sérlega gómsæt og góð. mbl.is/

Matarvefurinn er svo einstaklega heppinn að vera umvafinn Berglindum á alla kanta og hér gefur að líta uppskrift að dásamlega ferskri köku sem er sjúklega góð. Kakan á rætur sínar að rekja til ekki einnar Berglindar heldur tveggja því upprunalega var það Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt sem gerði hana. Það var svo Berglind Sigmarsdóttir, höfundur metsölubókanna Heilsuréttir fjölskyldunnar 1 & 2 og snillingurinn á bak við GOTT veitingastaðina í Vestmannaeyjum og Reykjavík, sem tók uppskriftina og breytti henni ögn.

Þetta er því tveggja Berglinda kaka sem ætti ekki að klikka.

Jarðaberjarbomba

  • 1 kg jarðarber
  • 200 gr. eitthvert gott súkkulaði
  • 200 gott kex brotið í botninn
  • 500 ml rjómi
  • 500 ml sýrður rjómi (notaði tvær litlar dollur)
  • 6 tsk. vanillusykur (1-2 tsk. vanilludropar)
  • 4 tsk. flórsykur

Aðferð:

  1. Myljið kex, saxið súkkulaði gróft í botninn.
  2. Þeytið rjóma og blandið sýrða rjómanum saman við.
  3. Bætið vanillu og flórsykri við.
  4. Hellið þeyttri rjómablöndu yfir botninn.
  5. Skerið jarðarber og raðið ofan á.
  6. Geymist í kæli þar til borin fram. Tilvalið að gera kvöldið áður eða um morguninn.
Kakan var einföld í gerð og létt í maga.
Kakan var einföld í gerð og létt í maga. mbl.is/
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert