Eldhústrend sem eru komin úr tísku

Kopardraumurinn er búinn.
Kopardraumurinn er búinn. mbl.is/Pinterest

Það vilja allir vera með ægilega smart eldhús og flest reynum við að hafa sæmilega huggulegt í kringum okkur. Við fylgjumst með nýjustu straumum í eldhúshönnun og fylgjum straumnum eins og rollur á leið í réttir... eða því sem næst. 

Því er ákaflega mikilvægt að vera með á hreinu hvað er að kólna á ógnarhraða í heimi hönnunar og þykir hreint ekki töff lengur. 

Hér er listi yfir eldhústrend sem eru að úreldast.

Kopar. Nú fara margir að gráta en koparæðið sem hefur tröllriðið þjóðinni í nokkur ár er búið. Nú geta starfsmenn Góða hirðisins farið að undirbúa komu þeirra í stórum stíl enda ljóst að enginn vill vera púkó. 

Einhver þarf að hringja í eiganda þessa eldhúss og segja ...
Einhver þarf að hringja í eiganda þessa eldhúss og segja honum að koparinn sé á leiðinni út. mbl.is/Pinterest

Granít. Þótti einu sinni töff. Sá tími er löngu liðinn. 

Granít er hreint ekki það sama og marmari.
Granít er hreint ekki það sama og marmari. mbl.is/Pinterest

Kirsuberjaviður. Það eru reyndar komin ár og dagar síðan kirsuberjaæðið reið yfir en ef einhver skyldi ekki vera með það á hreinu þá er kirsuberjaviður bara hreint ekki í tísku. 

Neibb... enn ekki töff.
Neibb... enn ekki töff. mbl.is/Pinterest

Stórar ljósaperur. Ekki misskilja okkur. Edison-ljósaperan er ekki dauð. Hún er bara ekki lengur jafnkúl og hún var enda var vart hægt að fara inn í eldhús án þess að burðarhönnunin í eldhúsinu snerist um slíkar ljósaperur. Það má enn þá nota þær enda er birtan af þeim dásamlega mjúk og fögur en hættið að nota þær sem ljósakrónur og aðallýsingu í rými. Já – steinhættið því strax. 

Þetta var sjúklega töff en hefur kólnað mikið.
Þetta var sjúklega töff en hefur kólnað mikið. mbl.is/Pinterest

Vörubretti. Það var kúl að smíða sitt eigið dót úr þeim einu sinni en ekki lengur. Takk og bless. 

Var snjallt en ekki lengur.
Var snjallt en ekki lengur. mbl.is/Pinterest
mbl.is