Brownies sem breyta lífinu

mbl.is/yammiesnoshery.com

Sumar kökur eru þess eðlis að þær breyta lífinu til hins betra... að minnsta kosti um stundarsakir. Þessar kökur tilheyra þeim flokki enda kemur ekkert annað til greina þegar þú blandar saman brúnkum og sykurpúðum.

Einföld uppskrift og alveg svakalega góð. Njótið vel!

Brakandi sykurpúðabrúnkur

Kakan

  • 2 bollar sykur
  • ¾ bolli grænmetisolía
  • 4 stór egg
  • 2 tsk. vanilla
  • 1 ½ bolli dökkt kakóduft
  • ¼ tsk. salt
  • ½ bolli súkkulaðibitar

Kremið

  • 1 poki litlir sykurpúðar
  • 2 bollar súkkulaðibitar (saxað súkkulaði eða súkkulaðispænir)
  • 1 ¼ bolli hnetusmjör
  • 5 msk. smjör
  • 3 bollar rice krispies (glútenlaust ef vill)

Hitið ofninn í 170 °C. Smyrjið u.þ.b. 23 x 33 cm bökunarform, eða stærra ef þið viljið hafa kökuna þynnri.

Blandið saman sykri og olíu, bætið eggjum og vanillu út í og þeytið í u.þ.b. tvær mínútur. Hrærið kakóduftinu og saltinu saman við og loks súkkulaðibitunum. Hellið blöndunni í formið og bakið í u.þ.b. 17 mínútur. Dreifið sykurpúðunum yfir og bakið í 8 mínútur í viðbót. Takið kökuna úr ofninum og látið hana kólna á meðan þið útbúið kremið.

Setjið súkkulaðibita, hnetusmjör og smjör í skál og bræðið í örbylgjuofni. Takið blönduna úr örbylgjuofninum eftir 30 sekúndur og hrærið, endurtakið þetta þar til blandan er bráðin og mjúk. Myljið rice krispies saman við og smyrjið kreminu yfir kökuna sem nú er orðin köld. Þegar kremið er orðið kalt má skera kökuna í hæfilega bita. Kakan er mjúk, en ef þið viljið hafa hana stökka er gott að geyma hana í ísskápnum.

Heimild: Yammies Noshery

mbl.is/yammiesnoshery.com
mbl.is/yammiesnoshery.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert