Jessica Biel neyðist til að loka veitingastaðnum

Jessica Biel lokar veitingastað sínum Au Fudge eftir brösugan rekstur ...
Jessica Biel lokar veitingastað sínum Au Fudge eftir brösugan rekstur síðustu tvö ár. mbl.is/MikeWindle

Athafna- og leikkonan Jessica Biel, eiginkona tónlistarmannsins Justin Timberlake, opnaði veitingastaðinn Au Fudge í Hollywood árið 2016 en var honum lokað síðastliðinn sunnudag.

Tilkynnti Biel um lokunina á Instagram-reikningi sínum. Aðaláherslur staðarins voru á lífrænt hollustufæði, flotta kokteila og átti hann að vera fjölskylduvænn í meira lagi með au pair á svæðinu sem passað upp á börnin á meðan foreldrarnir höfðu það náðugt. Krakkarnir gátu leikið sér í tréhúsi og í spilasal sem þar var að finna og fyrir framan veitingastaðinn var lítill markaður sem seldi fallega muni.

Rekstur staðarins hefur hins vegar ekki alltaf verið dans á rósum og voru eigendur veitingastaðarins, þar með talin Jessica Biel, kærðir á sínum tíma fyrir að halda þjórfé frá starfsmönnum veitingastaðarins ásamt því að neita þeim um hvíldar- og matarhlé. Veitingastaðurinn náði þar að auki aldrei almennilegu flugi og átti ekki miklum vinsældum að fagna hjá barnafólki í Hollywood. Það er þó enn þá hægt að bóka staðinn fyrir einkaveislur.

While this is the end of an era, it’s also the beginning of a new chapter for @aufudge. We are so very proud of the happy place we created for families and the community we were a part of. Going forward, Au Fudge will be available for private events and please stay tuned for #AuFudgeCamp news! We have so much love for our Au Fudge family.

A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Jul 16, 2018 at 4:58pm PDT

Eigendur staðarins lentu í málaferlum fyrir að halda þjórfé frá ...
Eigendur staðarins lentu í málaferlum fyrir að halda þjórfé frá starfsmönnum ásamt því að neita þeim um hvíldar- og matarhlé. mbl.is/AuFudge
mbl.is