Nýjasta æðið í barnaafmælum

Þessar bráðnuðu ísmúffur vekja alla jafna mikla kátínu í barnaafmælum.
Þessar bráðnuðu ísmúffur vekja alla jafna mikla kátínu í barnaafmælum. mbl.is/awwsam

Þessar stórsniðugu bollakökur líta út eins og rjómaís í brauðformi sem dottið hefur á hvolf og er alveg að bráðna. Í raun er rjómaísinn bollakaka sem bökuð er í brauðformi, smurð með kremi og að lokum húðuð með súkkulaði og stungið ofan í súkkulaðipoll sem harðnar svo saman við þessa skemmtilegu útkomu. Þessar bráðnuðu ísmúffur vekja alla jafna mikla kátínu í barnaafmælum og því orðnar svona líka vinsælar. Það er smá dúllerí að búa þær til en þó afskaplega auðvelt. Þær eru svo ferlega sætar að þeim fyrirgefst alveg vesenið.

Það eina sem þarf eru sprautupokar, bökunarpappír, litríkt kökuskraut, súkkulaðihnappar í hvítu og bleiku eða hvaða litum sem er, brauðform fyrir rjómaís, bollakökuform, og góða bollakökuuppskrift. Í raun er hægt að nota hvaða uppskrift sem er, en ef ykkur vantar slíka þá er þessi hérna alveg stórgóð: 

Góð uppskrift af hvítu súkkulaðikremi er einnig nauðsynleg, en afar góða uppskrift af því má finna hér: 

Bráðnaðar ísmúffur

  • Bollakökudeig
  • Bollakökukrem
  • Bollakökuform
  • Brauðform fyrir rjómaís
  • Súkkulaðihnappa í hvítu og bleiku
  • Kökuskraut
  • Sprautupoka
  • Bökunarpappír

Aðferð

  1. Takið ofnskúffu og leggið bökunarpappír ofan á. Hitið ofninn í 180 gráður. Komið vöffluformunum fyrir í plötu af bollakökuformi svo þau snúi upp.

  2. Setjið bollakökudeigið í sprautupoka og sprautið í hvert vöffluform svo þið fyllið upp í 2/3 hluta. Stingið bollakökuforminu inn í ofn og bakið í 20-25 mínútur eða þar til múffurnar verða gullinbrúnar að lit. Takið þær þá úr ofninum og leyfið þeim að kólna vel.

  3. Takið hvíta súkkulaðikremið og smyrjið á hverja bollaköku svo þær líti út eins og ískúla. Setjið kökurnar svo inn í ísskáp til að leyfa kreminu að harðna vel.

  4. Takið tvær skálar, bræðið hvítt súkkulaði í einni og bleikt í hinni. Það má gera annaðhvort í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Setjið bleika súkkulaðið í sprautupoka og sprautið á bökunarpappír sem liggur í ofnskúffu svo það líti út eins og bráðinn pollur af rjómaís. Endurtakið þetta þar til þið eruð komin með jafn marga polla og þið eruð með af bollakökum.

  5. Dýfið bollakökunni ofan í bráðna súkkulaðið svo kremið sé hjúpað með súkkulaði, klessið svo bollakökunni á hvolf ofan í poll af bráðnu súkkulaði, með sama lit. Það er nauðsynlegt að gera þetta áður en súkkulaðipollurinn harðnar.

  6. Að lokum má strá kökuskrauti yfir súkkulaðipollana og bollakökurnar, áður en súkkulaðihúðin harðnar. Þá skal stinga ofnskúffunni inn í ísskáp og leyfa súkkulaðinu að harðna. Þegar kökurnar eru tilbúnar verður að flysja bökunarpappírinn varlega frá súkkulaðinu og stilla kökunum svo upp á kökudisk eða fat.
Það er smá dúllerí að búa þessar bollakökur til en …
Það er smá dúllerí að búa þessar bollakökur til en þó afskaplega auðvelt. Þær eru svo ferlega sætar að þeim fyrirgefst alveg vesenið. mbl.is/awwsam
Þegar kökurnar eru tilbúnar verður að flysja bökunarpappírinn varlega frá …
Þegar kökurnar eru tilbúnar verður að flysja bökunarpappírinn varlega frá súkkulaðinu og vera viss um að það sé alveg harðnað. mbl.is/awwsam
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert