Geymir þú ostana rétt?

Ostasérfræðingurinn Carol Johnson er með þrjú skotheld ráð hvernig er …
Ostasérfræðingurinn Carol Johnson er með þrjú skotheld ráð hvernig er best að geyma góða osta. mbl.is/pinterest

Þeir sem elska góða osta ættu að taka vel eftir. Ef fólk er á annað borð að hafa fyrir því að splæsa í góða osta, þá er mikilvægt að hugsa vel út í hvernig er best að geyma þá svo þeir tapi ekki bragði og áferð. Ostasérfræðingurinn Carol Johnson sem rekur Monger’s Palate í New York er með þrjú skotheld um ráð hvernig er best að geyma góða osta.

Ekki vefja ost inn í plastfilmu

Best er að vefja ostana inn í efni sem andar. Þar sem ostur er lifandi af bakteríuflóru þá má ekki kæfa hann, ef svo er hægt að taka til orða. Plastfilma getur þar að auki skilið eftir sig plastbragð á ostinum sem við viljum forðast í lengstu lög. Mælir Carol með því að nota þar til gerðan ostapappír, pappír sem notaður er til að vefja kjöt inn í í kjötborði í búðum, eða jafnvel vaxpappír til að vefja ostinn í til geymslu.

Ekki geyma ostinn í kaldasta hluta ísskápsins

Þar sem allir eru ekki svo langt komnir í lífinu að eiga þar til gerðan ostakæli (svoleiðis er víst til) þá er mikilvægt að finna besta staðinn í ísskápnum til að geyma ostinn. Það mun vera grænmetisskúffan. Kuldinn hægir á þroskun ostsins og kaldur gustur í ísskápnum getur þurrkað hann upp. Ostum líður best í ofurlitlum raka og hita, því er best að koma góðum osti fyrir í grænmetisskúffunni sem er hlýjasti staðurinn í ísskápnum.

Ekki gleyma að nota nestisbox

Best er að koma ostinum fyrir í nestisboxi eða tupperware-dalli eftir að búið er að vefja honum inn í pappír, til að hann geymist enn betur. Hinsvegar er lykilatriði hér að boxið sé með loftgötum svo hann geti andað greyið. Þá er spurning um að fórna einu nestisboxi, bora á það göt og nota sem sérstakt ostageymslubox.

Það er lykilatriði að vefja ostinn ekki í plastfilmu.
Það er lykilatriði að vefja ostinn ekki í plastfilmu. mbl.is/pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert