Kunni ekki að baka en ákvað að opna kökukaffihús

Egill Björgvnsson er orðinn afburðarfær bakari og njóta bollakökurnar hans ...
Egill Björgvnsson er orðinn afburðarfær bakari og njóta bollakökurnar hans mikilla vinsælda. mbl.is/Valli

Í hjarta Reykjavíkur, við Grettisgötu, stendur kaffihúsið Cupcake Cafe. Kaffihúsið er lítið og notalegt, ljósbleik útihurðin er iðulega opin, andrúmsloftið heimilislegt. Á bak við afgreiðsluborðið stendur Egill Björgvinsson, stofnandi kaffihússins, vaktina. Kaffihúsið sérhæfir sig í bollakökum, hugmynd sem kviknaði hjá Agli fyrir rúmlega ári, í göngutúr á ströndinni

„Ég var að labba með hundana mína á ströndinni á Akranesi og var að hlusta á hljóðbók um venjur farsæls fólks,“ segir Egill. „Ég var að hlusta á kafla um konu sem hét Gigi og stofnaði Gigi's Cupcakes í Bandaríkjunum, þegar ég leit niður og fann þúsundkall. Þá kviknaði hugmyndin og ég fór strax að hugsa hvort ég gæti opnað bollakökustað á Íslandi.

Ég gerði mér lista með sjö hlutum sem ég þyrfti að gera, ég komst seinna að því að það eru svona þúsund hlutir sem þarf að gera til að stofna fyrirtæki, en á listanum mínum voru sjö hlutir. Það var meðal annars að kaupa ofn, gera bestu kökurnar, finna leiguhúsnæði, einfaldir hlutir. Ég hannaði logo og fann nafn og síðan lærði ég að baka. Ég hafði aldrei bakað nokkurn skapaðan hlut áður en ég opnaði þennan stað, svo ég fór á Youtube og fann bestu uppskriftirnar þar, tók eitthvað hér og eitthvað þar og bjó til mína eigin uppskrift.

Þegar fólk kemur á Cupcake Cafe getur það búist við bestu kökunum og besta kaffinu. Ég hef smakkað ýmislegt í gegnum tíðina, bæði innan og utan lands, og þótt ég sé vissulega hlutdrægur þá eru kökurnar mínar betri en aðrar, ég get ekki farið í kringum það,“ segir Egill hlæjandi.

Hinar heimsfrægu Kit-kat kökur hafa slegið í gegn svo um ...
Hinar heimsfrægu Kit-kat kökur hafa slegið í gegn svo um munar. mbl.is/Valli
Kit-kat krem
  • 150 g mjúkt smjör ósaltað
  • 340 g flórsykur
  • 1,5-2 matskeiðar mjólk
  • 1 teskeið vanilludropar
  • 85 g hakkað Kit Kat

Aðferð

1. Látið smjörið þeytast í 5 mín. hið minnsta eða þangað til það er orðið fallega hvítt og hefur um það bil tvöfaldast.

2. Bætið helmingi af flórsykri við og þeytið í 2 mín.

3. Bætið hinum helmingnum af flórsykri við og þeytið í 2 mín.

4. Hægið á vélinni og bætið mjólk og vanilludropum við, aukið svo hraðann aftur og látið þeytast í 2 mín.

5. Bætið hökkuðu Kit Kat út í og þeytið þangað til allt er vel blandað saman.

Ath. Muna að strjúka úr skálinni í skrefi 2-3 og sjá til þess að allt blandist vel saman.

Afburðafallegar og bragðgóðar.
Afburðafallegar og bragðgóðar. mbl.is/Valli
Erfitt er að standast þessa dásemdir.
Erfitt er að standast þessa dásemdir. mbl.is/Valli
Hvern langar ekki í Oreo köku?
Hvern langar ekki í Oreo köku? mbl.is/Valli
mbl.is/Valli
mbl.is/Valli
mbl.is/Valli
mbl.is/Valli
mbl.is/Valli
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »