Sjúklega snjöll lausn sem hægt er að leika eftir

Marmaraveggur er alveg málið.
Marmaraveggur er alveg málið.

Marmari er málið eins og allir vita en heilu marmaraveggirnir eru gjörsamlega að tröllríða hönnunarheiminum. En eins og allir vita kostar marmari töluverða peninga og þó að IKEA sé með hræódýra eldhúsbekki með marmaraáferð er tæplega hægt að raða þeim upp á eldhúsvegg.

Hægt er að kaupa risa-marmaraflísar í nokkrum flíabúðum hér á landi sem kæmu virkilega vel út á vegg auk þess sem ferm living eru með marmaraveggfóður. Eins er hægt að kaupa marmarafilmu ansi víða - meðal annars í Byko en uppáhalds aðferðin okkar er engu að síður þessi HÉR.

Það er Maria Gomez á paz.is sem málaði sinn eigin marmara og HÉR er hægt að sjá nákvæmlega hvernig hún gerði það.

Þannig að ef þú ert með heilan vegg líkt og á myndunum þá hvetjum við þig til að stíga út fyrir þægindarammann og mála þinn eigin marmaravegg.

Sjáið hvað þetta passar allt vel saman.
Sjáið hvað þetta passar allt vel saman.
Marmaraveggurinn passar vel við gullkranann og borðplötuna.
Marmaraveggurinn passar vel við gullkranann og borðplötuna.
Hér sést hvernig María hefur málað marmaraáferð.
Hér sést hvernig María hefur málað marmaraáferð. mbl.is/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert