Vikumatseðill Kolbrúnar Pálínu

Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Kolbrún Pálína Helgadóttir. mbl.is/aðsend mynd

„Ég hef vandræðanlega gaman af því að skipuleggja matseldina á heimilinu sama hvort um ræðir einfaldan heimilismat eða eitthvað flóknara og fínna,“ segir Kolbrún Pálína Helgadóttir, verkefnastjóri markaðsdeildar Árvakurs, og var því ekki lengi að setja saman vikumatseðil fjölskyldunnar.

„Það hafa vissulega skapast ákveðnar hefðir þegar kemur að matargerð á heimilinu þó svo að maður taki nú upp á hinum ýmsu tilraunum líka.  Sem dæmi þá reyni ég að hafa fisk í hverri viku, föstudagskvöld hafa einhverra hluta vegna þróast í að verða pizzakvöld enda fullkomin leið til að enda vikuna að skella í girnilega og góða pizzu. Svo hef ég mjög gaman að því að elda betri mat á sunnudögum og taka mér svolítinn tíma í eldamennskuna enda jafnast það á við góða hugleiðslu að dunda sér í eldhúsinu við góða tónlist.“

Aðspurð segir Kolbrún nýja uppáhalds rétt fjölskyldunnar vera mexíkóskt lasagna en það hefur tekið við þessu klassíska. Í það minnsta í bili. „Stundum notum við hakk og stundum kjúkling, bara eftir stuði en eitt er víst að það er aldrei afgangur af þessum rétti.“

Kolbrún segir afar mikilvægt að leyfa börnunum að taka þátt í að gera matseðil og matargerðinni sömuleiðis. „Þessar stundir sem að við eigum saman í eldhúsinu eru algjörlega uppáhalds, allir hjálpast að, spjalla saman og bera meiri virðingu fyrir matnum.“

Þriðjudagur

Ferskur og flottur réttur sem hentar vel á sumrin.

Miðvikudagur

Æðisleg súpa sem börnin elska. Borin fram með heimabökuðu spelt brauði og heimalögðuðum hummusi. 

Fimmtudagur

Uppáhalds réttur fjölskyldunnar um þessar mundir.

Föstudagur

Sparipizza eins og hún gerist best.

Laugardagur

Góðu lambakjöti skellt á grillið með þessu dásamlega meðlæti. 

Sunnudagur

Fullkominn indverskur matur fyrir þá sem kunna að meta hann og fyrir börnin að æfa bragðlaukana. Tilvalinn að dunda sér við á sunnudegi. 

Mánudagur


Tilvalinn mánudagsmatur sem bragð er af.

Kolbrún Pálína Helgadóttir með börnin sín tvö, Tinnu Karítas og …
Kolbrún Pálína Helgadóttir með börnin sín tvö, Tinnu Karítas og Sigurð Viðar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert