Hvernig er besta túnfisksalatið?

mbl.is/Eldhúsperlur

Túnfisksalat er ein af undirstöðum íslenskrar matarmenningar og sitt sýnist hverjum um hvernig hið fullkomna salat sé. 

Við rákumst á skemmtilegan umræðuþráð inni á Matartips! á dögunum og þar kenndi ýmissa grasa. Algengt var að fólk notaði aromat-krydd en við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að aromat nýtur gríðarlega vinsælda og selst grimmt. 

Annað sem hefur slegið í gegn eru nýju túnfisktegundirnar frá Ora en hægt er að fá bæði chili túnfisk og karrí túnfisk þó einhverjir vilji meina að karrí túnfiskurinn sé búinn að vera uppseldur töluvert lengi en það stendur vonandi til bóta. 

Í raun er ekki hægt að tala um almennar reglur þegar kemur að túnfisksalati því allir hafa sína skoðun eins og sjá má á listanum hér að neðan. Sjálf hef ég salatið mjög einfalt. Nota mikið af eggjum, saxa rauðlauk afar smátt, nota majónes og túnfisk auk þess sem ég salta og pipra vel. 

Tengdamóðir mín setur alltaf Arómat út í sitt og er sögð gera besta túnfisksalat í Aðaldal og hér að neðan gefur að líta uppskrift af afar matarmiklu túnfisksalati frá Helenu á Eldhúsperlum

Matarmikið túnfisksalat

 • 1 lítill rauðlaukur eða 1/2 stór, smátt skorinn
 • 1 rauð paprika, smátt skorin
 • 4 harðsoðin egg, smátt skorin
 • 2 dósir túnfiskur í vatni (vatni hellt af)
 • 4 msk Philadelphia light-rjómaostur
 • 4 msk. kotasæla
 • Vel af nýmöluðum svörtum pipar
 • Söxuð fersk steinselja

Aðferð: Öllu blandað vel saman. Smakkað til með pipar. Stórgott á ristað brauð eða hrökkbrauð... uppáhaldið mitt er að setja salatið á gróft rúgbrauð. 

Þegar spurt var „hvað setjið þið í túnfisksalatið sem gerir það betra“ létu svörin ekki á sér standa:

 • sellerí
 • majó + túnfiskur + egg + salt + pipar
 • avókadó
 • hvítlauksduft + karrí + nokkrir dropar af sriracha
 • grænt epli + steinselja
 • kotasæla + egg + rauðlaukur
 • rauðlaukur + vogaídýfa
 • saxaðar og súrsaðar gúrkur
 • aromat + season all
 • eggjalaust
 • aromat
 • sellerí + rauð paprika + rauðlaukur
 • lime + paprikuduft + laukduft
 • ólífur
 • chili
 • rauðlaukur
 • rauðlaukur + paprika
 • rauðlaukur + sýrður rjómi + aromat + engin egg
 • sellerí 
 • capers
 • vorlaukur + paprikuduft
 • eplabitar + karrí
 • laukur + aromat
 • sambal olek
 • gult epli
 • púrrulaukssúpa saman við majónesið + smá tómatpaste
 • ólífur + chili
 • tómatsósa + sinnep
 • tómatsósa + sætt sinnep
 • kotasæla + aromat
 • cayenne pipar + agúrkur
mbl.is