Ofureinfalt kjúklinga Alfredo pasta

Dásamlega gott og girnilegt.
Dásamlega gott og girnilegt. mbl.is/Delish

Þetta dásamlega pasta er hinn fullkomin réttur hvaða dag vikunnar sem er. Ekki hefur enn fundist sú manneskja sem þykir rétturinn ekki góður og börn eru jafn hrifin af honum sem og fullorðnir. 

Ofureinfalt kjúklinga Alfredo pasta

 • 2 msk extra-virgin olífuolía
 • 2 kjúklingabringur
 • sjávarsalt
 • nýmalaður svartur pipar
 • 360 ml mjólk
 • 360 ml kjúklingasoð
 • 2 hvítlauksgeirar, maukaðir
 • 230 g fetuccini
 • 120 ml rjómi
 • 1 bolli nýrifinn Parmesan 
 • Fersk steinselja – söxuð (til skrauts)

Aðferð:

 1. Hitið olíu á pönnu. Steikið kjúklinginn og kryddið með salti og pipar. Eldið uns gyll og fullelduð í gegn eða 8 mínútur á hvorri hlið. Setjið á disk og látið hvíla um stund. Skerið svo í sneiðar.
 2. Setjið mjólkina, kjúklingasoðið og hvítlaukinn á pönnuna. Kryddið með salti og pipar og látið suðuna koma upp. Bætið þá pastanu saman við og hrærið reglulega í 3 mínútur eða svo. Látið svo malla í 8 mínútur til viðbótar eða eins lengið og þarf til að pastað sé eins og þið viljið.
 3. Bætið þá rjóma og parmesan saman við og hrærið uns blandað. Látið malla í 2 mínútur til viðbótar eða þar til sósan fer að þykkna. Kryddið með salti og pipar.
 4. Takið pönnuna af hellunni og hrærið kjúklingnum saman við. Berið strax fram með steinseljunni.
mbl.is