Langbesti forrétturinn

Hunangsmelóna fer afar vel með bláberjum. Fersk mynta og basil …
Hunangsmelóna fer afar vel með bláberjum. Fersk mynta og basil ásamt balsamik sírópi tekur salatið á næsta stig. mbl.is/produceonparade

Þetta dásamlega melónusalat er í senn ferskt, sætt, salt og súrt. Það er ráðist á bragðlaukana úr öllum áttum svo úr verður dásamleg blanda sem bráðnar í munni. Að við tölum nú ekki um hversu fallegt salatið er á diski. Þetta tekur enga stund að undirbúa og steinliggur sem forréttur í næsta matarboði.

Langbesti forrétturinn - melónusalat með bláberjum

  • 1 hunangsmelóna
  • 2 msk. fersk mynta
  • 2 msk. ferskur basil
  • ½ bolli bláber
  • 3 msk. balsamik síróp

Aðferð

  1. Afhýðið og skerið melónuna í bita. Saxið myntu og basil og sáldrið yfir. Hellið balsamik sírópi yfir allt og blandið vel saman í stórri skál.

  2. Einnig má njóta salatsins í eftirrétt, en þá mælum við með því að sáldra ofurlitlum sykri yfir, eða matskeið af hunangi.

  3. Geymið salatið inni í ísskáp þar til bera skal á borð. Best er að njóta þess beint úr ísskápnum.
Þetta ljúffenga salat virkar við fjölmörg tilefni, sem forréttur, millimál …
Þetta ljúffenga salat virkar við fjölmörg tilefni, sem forréttur, millimál eða eftirréttur. mbl.is/produceonparade
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert