Smjörsteiktur humar á pönnu

Humarinn er borinn strax fram á pönnunni með góðu brauði …
Humarinn er borinn strax fram á pönnunni með góðu brauði og sítrónubátum. mbl.is/Eva Laufey

Humar nýtur alltaf mikilla vinsælda og hér getur að líta sjúklega góða og einfalda uppskrift úr smiðju Evu Laufeyjar. Hvítlaukurinn er sívinsælt krydd með humarnum og passar ákaflega vel við hann. Smjörið er svo nauðsynlegt og saltið, piparinn og fersk steinseljan setja punktinn yfir i-ið. 

Heimasíða Evu Laufeyjar.

SMJÖRSTEIKTUR HUMAR Á PÖNNU

  • 1 kg humar í skel
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 1 tsk. sítrónupipar
  • 100 g smjör
  • Handfylli fersk steinselja
  • 1 sítróna + fleiri sem meðlæti

Aðferð:

  1. Hreinsið humarinn með því að klippa hann í tvennt, takið görnina úr og skolið vel undir köldu vatni.
  2. Þerrið humarinn vel áður en þið steikið hann.
  3. Hitið ólífuolíu á pönnu ásamt smá smjörklípu, saxið niður 2 hvítlauksrif og steikið örstutt.
  4. Bætið humrinum út á pönnuna og kryddið til með salti, pipar og sítrónupipar. Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir ásamt því að kreista safann úr hálfri sítrónu yfir.
  5. Bætið restinni af smjörinu út á pönnuna og blandið öllu vel saman, það tekur mjög stutta stund að elda humarinn eða um fimm mínútur í mesta lagi.
  6. Berið humarinn strax fram á pönnunni með góðu brauði og sítrónubátum.
Smjör, steinselja og sítróna.
Smjör, steinselja og sítróna. mbl.is/Eva Laufey
Humarinn sést hér - tilbúinn á pönnuna.
Humarinn sést hér - tilbúinn á pönnuna. mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert