Rugl gott hnetusmjörs-„lasagna“

Þetta lasagna er fyrir lengra komna og á eftir að …
Þetta lasagna er fyrir lengra komna og á eftir að slá í gegn hjá þeim sem elska súkkulaði og hnetusmjör. mbl.is/spendwithpennies

Við segjum það bara eins og það er. Þetta lasagna er ekki fyrir viðkvæma, eða fyrir þá sem eru að passa línurnar. Lag eftir lag af rjómakenndu hnetusmjöri, hnausþykkum súkkulaðibúðingi og oreo kexi fær matgæðinga til að vökna um augu.

Rugl gott hnetusmjörs-„lasagna“

 • 36 Oreo kexkökur
 • 1/3 bolli smjör
 • 225 g rjómaostur
 • 1 bolli hnetusmjör
 • 1 bolli flórsykur
 • ¼ bolli mjólk
 • 1 og ½ bolli þeyttur rjómi
 • 2 pakkar af Royal-súkkulaðibúðingi
 • 1 poki af Reese's Mini hnetusmjörshnöppum (Reeseðs Mini Peanut Butter Cups)
 • Saxað súkkulaði eftir smekk
 • Súkkulaðisíróp

Aðferð

 1. Setjið Oreo kexið í matvinnsluvél og vinnið með kreminu og öllu þar til allt er vel maukað. Ef ekki er til matvinnsluvél á heimilinu má vel setja kexið í poka og merja niður með kökukefli. Takið smjörið og bræðið það og bætið saman við kexið. Setjið í botninn á eldföstu móti sem er um 20x30 sentímetrar að stærð, og hendið því inn í frysti á meðan við undirbúum næsta lag.

 2. Blandið saman rjómaosti, hnetusmjöri og ¼ bolla mjólk í hrærivél þar til blandan er létt og ljós. Bætið flórsykrinum saman við í litlum skömmtum. Bætið varlega saman við þeyttum rjóma.

 3. Takið eldfasta mótið út úr ofninum og dreifið hnetusmjörsblöndunni ofan á neðsta lagið af Oreo kexi og setjið svo aftur inn í frysti.

 4. Takið Royal súkkulaðibúðinginn og undirbúið samkvæmt leiðbeiningum. En gott er að nota aðeins minni mjólk í búðinginn en venjulega skal nota, við viljum hafa hann örlítið þykkari. Takið eldfasta mótið úr frystinum og smyrjið lagi af búðingi ofan á hnetusmjörslagið. Stingið svo aftur inn í frysti í um 5 mínútur.

 5. Að lokum skal smyrja þykku lagi af þeyttum rjóma ofan á, og svo má saxa niður súkkulaði, brytja Reese’s hnetusmjörssælgæti niður og skreyta með. Að lokum má kreista súkkulaðisíróp yfir herlegheitin, bara svona til að toppa ruglið. Inn í kæli með bombuna, látið hana vera þar í allavega þrjá klukkutíma áður en hún er borin á borð.
Hægt er að undirbúa þessa bombu daginn fyrir matarboðið. Hún …
Hægt er að undirbúa þessa bombu daginn fyrir matarboðið. Hún geymist vel í kæli. mbl.is/spendwithpennies
mbl.is