Flottustu Airbnb-eldhúsin: Bullandi sveitarómantík

Eldavélin er glæsileg og háfurinn er klæddur með bronsspegli frá ...
Eldavélin er glæsileg og háfurinn er klæddur með bronsspegli frá Glerborg. mbl.is/Airbnb

Hér er búið að taka sveitabæ og gera hann upp eftir kúnstarinnar reglum. Hugmyndaflugið er í hámarki hér og nýjustu straumum í hönnun blandað saman við gamla muni og sveitalegt útlit.

Útkoman er afskaplega vel heppnuð – bæði sjúklega smart og kósí. Eldhúsið er vel skipulagt, útbúið glæsilegum tækjum og meira að segja hnífarnir eru hnífar eins og fagmennirnir nota. Svo ekki sé minnst á koparpotta en þá er að finna í öllum alvöru gourmet-eldhúsum enda vilja atvinnumennirnir helst ekki nota neitt annað.

Þetta er því lúxus í alla staði án þess að vera áberandi eða uppáþrengjandi. Lágstemmdur lúxus gæti þetta því kallast og við erum algjörlega að elska þetta hús.

Nánar er hægt að skoða það HÉR.

Borðplatan er reykt til að ná fram áferðinni.
Borðplatan er reykt til að ná fram áferðinni. mbl.is/Airbnb
Hugsað hefur verið út í hvert smáatriði.
Hugsað hefur verið út í hvert smáatriði. mbl.is/Airbnb
Eldhúsið er algjörlega geggjað. Blái liturinn kemur virkilega vel út.
Eldhúsið er algjörlega geggjað. Blái liturinn kemur virkilega vel út. mbl.is/Airbnb
Góðir hnífar gera allt auðveldara í eldhúsinu.
Góðir hnífar gera allt auðveldara í eldhúsinu. mbl.is/Airbnb
Virkilega vel heppnað eldhús.
Virkilega vel heppnað eldhús. mbl.is/Airbnb
Koparpottar eru það alflottasta og matreiðslumenn fullyrða að það sé ...
Koparpottar eru það alflottasta og matreiðslumenn fullyrða að það sé ekkert betra en að elda í einum slíkum. mbl.is/Airbnb
Allt úthugsað.
Allt úthugsað. mbl.is/Airbnb
Borðstofuborðið er sveitalegt og fagurt.
Borðstofuborðið er sveitalegt og fagurt. mbl.is/Airbnb
Ísskápurinn er veglegur.
Ísskápurinn er veglegur. mbl.is/Airbnb
mbl.is