Karamellu- og Kahlúa-ískaffi

Drykkurinn er fullkominn bæði kvölds og morgna.
Drykkurinn er fullkominn bæði kvölds og morgna. mbl.is/TM

Þessi drykkur er fullkominn fyrir bugaðar húsmæður í pollagalla út í garði með hálfdrukknuð sumarblóm og börn með hor! Þessi ljúfi ískaffidrykkur svínvirkar líka í brönsinn!

Karamellu- og Kahlúa-ískaffi

Fyrir 1

  • 2 faldur karamellukaffiespressó – um 80 ml (Bragðbætt kaffi frá Kaffitár)
  • 2 dl heslihnetu- og möndlumjólk án viðbætts sykurs eða önnur mjólk
  • 2 msk. Kahlúa
  • 3 vænir ísmolar
  • Sykurlaust síróp til að skreyta með (eða döðlusíróp)

Hellið upp á sterkt kaffi í pressukönnu eða bætið 3 msk. af kaffinu í baunakvörnina með baununum ef þið eruð með sjálfvirka vél. Karamellukeimurinn og lyktin er guðdómleg!

Setjið espressoið, mjólkina og kahlúað ásamt 3 vænum ísmolum í krukku með loki eða hristara. Ath. kaffið má vera heitt. Hristið duglega þar til ískallt og farið að freyða. Hellið í glas, bætið við klökum ef vill og skreytið með sírópi.

Hinn fullkomni sumardrykkur.
Hinn fullkomni sumardrykkur. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert