Af hverju þurfa eggin að vera við stofuhita?

Egg við stofuhita blandast mun betur saman við önnur hráefni.
Egg við stofuhita blandast mun betur saman við önnur hráefni.

Í uppskriftum er oftar en ekki talað um að smjör og egg eigi að vera við stofuhita en sjaldnast er útskýrt af hverju það er. 

Ástæðan er einföld. Því mýkra sem hráefni er, eins og smjörið verður við stofuhita, því betur blandast það hinum hráefnunum en það er lykilatriðið á bak við vel heppnaðan bakstur. Hvað eggin varðar þá verða þau loftmeiri sem veldur því að deigið sjálft verður loftmeira en það er í flestum tilfellum afar ákjósanleg útkoma. 

Þar höfum við það! Stofuhiti skal það vera.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert