Ofurmorgunmaturinn sem gerir allt betra

Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins að margra mati og þessi frábæri réttur er svo sannarlega það sem þarf til að koma deginum almennilega af stað. 

Ofurmorgunmatur að mexíkóskum hætti

Fyrir 4

  • 2 msk. olía
  • 1 laukur, skorinn í fernt og síðan í sneiðar
  • 1 paprika, skorin í fernt og í sneiðar
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • ½  tsk. reykt paprika (eða paprika)
  • 2 dósir Taco-sósa frá Old El Paso
  • 1 dl vatn
  • Salt og pipar
  • 4 egg
  • 1 lárpera
  • ½ dl jalapeno frá Old El Paso
  • ferskt kóríander

Aðferð:

Hitið olíu á rúmgóðri pönnu. Steikið lauk, papriku, og hvítlauk á pönnunni þar til allt er mjúkt og girnilegt. Bætið taco-sósu frá Old El Paso á pönnuna ásamt vatninu. Sjóðið áfram á meðalhita í 4-5 mín. Gerið fjórar holur í sósuna á pönnunni og brjótið eggin út í sósuna, setjið lok á pönnuna og látið malla á hægum straumi þar til eggin eru tilbúin. Þetta tekur um 5-6 mín. Berið fram á pönnunni með sneiddri lárperu, jalapeno og fersku kóríander.

Morgunmaturinn sem gerir allt betra!
Morgunmaturinn sem gerir allt betra! mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert