Pítsustangir í útileguna

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Það er fátt snjallara í undirbúningi stærstu ferðahelgar ársins en að skella í smávegis heimabaskstur og þessar dásemdar pítsustangir eru með því snjallara sem hægt er að grípa með. 

Þær koma frá Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit og auðvelt er að skipta pepperóníinu fyrir hvaða álegg sem þið viljið. 

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Pizzastangir með pepperoni

 • 1 rúlla pizzadeig
 • 3-4 tsk. ítölsk hvítlauksblanda
 • 1/2 tsk. red pepper flakes
 • 6 msk. rifinn parmesan
 • 3 msk. ólífuolía
 • 1 bréf pepperoni (um 120 g)
 • rúmlega 1/2 poki rifinn mozzarella (um 120 g)

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°.
 2. Blandið ítalskri hvítlauksblöndu, red pepper flakes og rifnum parmesan saman í skál.
 3. Rúllið deiginu út (eða fletjið það út í ferhyrning ef notað er heimagert) og stráið helmingnum af kryddblöndunni yfir deigið.
 4. Skerið pepperoni í fernt og dreifið yfir helminginn af deiginu. Brjótið helminginn sem er ekki með pepperoni yfir pepperoni-helminginn, þannig að fyllingin verði inni í. Skerið deigið í stangir og snúið hverri stöng í nokkra hringi.
 5. Penslið yfir brauðstangirnar með ólífuolíu og stráið kryddblöndu yfir. Færið brauðstangirnar yfir á bökunarplötu með bökunarpappír og snúið krydduðu hliðinni niður.
 6. Penslið með olíu og stráið kryddblöndu yfir (þannig að það er olía og krydd bæði undir og yfir brauðstöngunum) og bakið í 8-10 mínútur, eða þar til brauðstangirnar eru orðnar gylltar og fallegar.
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is