Nýuppteknar kartöflur komnar í verslanir

Nýuppteknar kartöflur.
Nýuppteknar kartöflur. Eggert Jóhannesson

Sælkerar landsins geta tekið gleði sína því kartöflurnar eru komnar í verslanir. Neytendur virðast taka þeim fagnandi því þær stoppa stutt við og greinilegt að þeirra hefur verið beðið með eftirvæntingu. 

Að sögn Kristínar Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Íslensks grænmetis, eru spennandi tímar í vændum því nú fari hillur verslana að fyllast af uppskeru sumarsins. Uppskeran sé þó örlítið seinna á ferðinni en oft áður þar sem tíðarfarið hefur verið fremur rysjótt eins og landsmenn kannast við. 

mbl.is