Ostakökubitar sem trylla partýið

mbl.is/TM

Þessir ostakökubitar eru mikil snilld því það má vel baka þessar elskur og frysta. Ein lekker týpa sem Matarvefurinn fékk veður af kippir alltaf nokkrum bitum út þegar hún heyrir tengdamóðir sína koma blótandi upp innkeysluna og sú gamla er farin að brosa og tala um að hætta að reykja áður eftir tvo bita.

Þessi uppskrift er upprunalega frá grgs.is en hefur verið breytt. Upprunalega uppskriftin var með Oreo líka í fyllingunni en hér er búið að setja súkkulaði í staðinn og minnka sykurinn.

Einfaldir Oreo-ostakökubitar

  • 24 Oreo-kexkökur
  • 60 g smjör
  • 800 g rjómaostur (þessi blái frá MS eða Philadelphia)
  • 150 g sykur
  • 1 sýrður rjómi
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 4 egg
  • 200 g af góðu súkkulaði (t.d. með sjávarsalti, karamellu eða jafnvel rommý)
  • Saltkaramellusósa eða brætt súkkulaði til skreytingar

Aðferð:

  1. Setið álpappír í bökunarform á hefðbundnu lasagnia-móti. Setjið Oreo-kökurnar í matvinnsluvél og myljið niður en ekki alveg í mjöl.
  2. Bræðið helminginn af smjörinu og blandið saman við muldu kökurnar. Þrýstið niður í botninn á bökunarforminu.
  3. Hrærið rjómaosti og sykri saman og bætið sýrða rjómanum og vanilludropum út í. Setjið egg út í, eitt í einu, þar til það hefur blandast vel saman.
  4. Bætið gróft söxuðu súkkulaði við. Hellið þessu síðan yfir Oreo-botninn.
  5. Setjið inn í 165°C heitan ofn í um 45 mínútur. Takið úr ofninum og leyfið að kólna í um 20 mínútur.
  6. Geymið kökuna í kæli í a.m.k. 4 tíma áður en hún er skorin í bita og borin fram.
  7. Gott er að skreyta kökuna með saltkaramellusósu eða bræddu súkkulaði. Þá er best að blanda smjöri við brædda súkkulaðið svo það storkni ekki og brotni þegar hún er skorin.
mbl.is/TM
mbl.is/TM
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert