Glæný hönnun frá Stelton í eldhúsið

Norman Foster er splunkuný vörulína sem var að lenda frá …
Norman Foster er splunkuný vörulína sem var að lenda frá Stelton. Einstaklega mjúkar línur í hönnuninni. Stelton

Danska fyrirtækið Stelton var að lenda með nýja viðbót fyrir fagurkera í verslanir. Vörulínan heitir einfaldlega Norman Foster eftir hönnuðinum sjálfum, en Norman er stofnandi Foster + Partners, eins áhrifamesta arkitektafyrirtækis heims sem hefur sett svip sinn á stórborgir víða um heiminn.

Hlutirnir eru hannaðir fyrir eins mismunandi tilgang og hugsast getur. Það getur verið kvöldstemning með vínglasi eða karöflu úr burstuðu stáli eða eitthvað algjörlega óformlegt með keramik-kaffibollum og mjólkurkönnu. Það eru ávalar og mjúkar línur sem einkenna vörurnar, en mjúkar línur eru fallegar í hvaða hönnun sem er og finnast víða í umhverfinu allt í kringum okkur. Í byggingum, brúm og skipum svo eitthvað sé nefnt – líka í eldhúsinu með Stelton. En það er engin tilviljun að handfangið á stálkönnunni lítur svona út. Foster var með hvorki meira né minna en 52 útprentuð 3D-handföng til að finna út hvað væri hið eina rétta og tókst sannarlega vel til. Norman Foster-vörurnar rötuðu á markað í lok júlímánaðar ef einhver vill láta freistast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert