Pastasósa a la Kourtney Kardashian

People.com

Pastasósa a la Kardashians (fyrir 2-4)

 • 2 msk. extra ólífuolía
 • 4 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 1 lítill laukur, saxaður
 • 1 tsk. púðursykur
 • 1 dós San Marzano-tómatar
 • 1 bolli vatn
 • Salt og pipar
 • ½ bolli af saxaðri ferskri basiliku
 • Pasta eða spaghetti að eigin vali

Aðferð

 1. Hitið ólífuolíuna á miðlungshita þar til hún er orðin heit.
 2. Bætið við lauk og hvítlauk og veltið um (í nokkrar mínútur) þar til laukurinn er orðinn glær.
 3. Bætið tómötunum og helmingnum af vatninu við, hrærið í annað slagið í sirka 3-5 mínútur.
 4. Púðursykur, salt og pipar og smakkið til.
 5. Lækkið hitann og leyfið sósunni að malla í 5 mínútur. Ef ykkur finnst sósan verða of þykk má bæta við smávegis af vatni.
 6. Takið sósuna af hellunni og bætið basilikunni við.
 7. Berið fram með uppáhaldspastanu ykkar eða spaghetti.
mbl.is