Ofureinföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkríssmjörkremi

mbl.is/Linda Ben

Brownie með góðu smjörkremi er mögulega eitt það frábærasta sem hægt er að fá sér í gogginn á góðum degi. Hér gefur að líta smjörkrem sem er með lakkrísdufti og sírópi frá sjálfum Johan Bulow og það er þess virði að prófa það.

Það er meistari Linda Ben sem á þessa uppskrift og það þýðir að hún er betri á bragðið en flestir þorðu að láta sig dreyma um.

Matarbloggsíðu Lindu er hægt að nálgast HÉR.

Ofureinföld og ótrúlega ljúffeng brownie með lakkríssmjörkremi

  • Þín uppáhalds-brownie (ég elska Ghirardelli úr Costco)
  • 300 g smjör
  • 500 g flórsykur
  • 1 msk. fínt lakkrísduft frá Johan Bulow
  • 1 msk. saltlakkríssíróp frá Johan Bulow
  • Nokkrir lakkrísbitar saxaðir fínt niður.

Aðferð:

  1. Bakið brownie-kökuna samkvæmt leiðbeiningum og látið hana kólna.
  2. Þeytið smjör ofurvel þangað til það verður létt og loftmikið. Bætið þá flórsykrinum út í og þeytið hann vel saman við þangað til kremið verður aftur ofurlétt og loftmikið. Bætið því næst bragðefnunum út í og þeytið aftur ótrúlega vel saman við. Smyrjið kreminu á kökuna, skerið lakkrís fínt niður og dreifið yfir.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert