Ógleymanlegar pönnukökur með óvæntu leynihráefni

mbl.is/Linda Ben

Hvað er meira viðeigandi akkúrat núna en gómsætar amerískar pönnukökur sem eru með því sem við köllum „leynihráefni Lindu" en það er vanilluskyrið frá Örnu sem er með stevíu. 

Skyrið er nokkuð snjallt enda afar vinsælt og skyldi engan undra. Bráðsnjallt og sykur. En hér er uppskriftin hennar Lindu Ben. Njótið vel!

Léttar, mjúkar og hollar pönnukökur sem bragðst eins og venjulegar!

Þessar hollu pönnukökur eru léttar, loftmiklar og mjúkar og akkúrat eins og hefðbundnar. Þær innihalda mjög lítinn sykur (hægt sleppa alveg) en þær eru sættar með stevíu vanilluskyri, skyrið gefur þeim líka mýktina sem maður finnur.

Hægt er að toppa pönnukökurnar með hverju sem er. Á mínu heimili elskum við að setja smjör, ost og fersk ber á pönnukökurnar okkar en fáum okkur svo eina með sírópi og ferskum berjum í eftirrétt.

  • 2 1/3 dl hveiti
  • 2 1/3 dl heilhveiti
  • 4 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • ½ msk. sykur
  • 3,5 dl mjólk
  • 2 egg
  • 100 g vanilluskyr með stevíu frá Örnu

Aðferð:

Blandið þurrefnunum fyrst saman í skál, bætið svo öllum öðrum innihaldsefnum í skálina og blandið saman.

Notið dl-mál til að mæla deig fyrir hverja pönnuköku og steikið á hvorri hlið þar til hún verður gullinbrún.

mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert